Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiGreiðslukortaposi
Ártal1985-1995

LandÍsland

Hlutinn gerðiVisa Ísland
GefandiÚr fórum safnsins
NotandiÞjóðminjasafn Íslands

Nánari upplýsingar

Númer2010-8
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð33 x 14 x 7,4 cm
EfniÁl, Járn, Plast

Lýsing

Kortasleði, svokallaður greiðslukortaposi, fyrir kreditkort. Notaður til að þrykkja upplýsingar af kreditkortum yfir á greiðslunótur. Slíkir sleðar / posar voru notaðir frá því að kreditkort komu á markaðinn sem greiðslumöguleiki á Íslandi í kringum 1980. Slíkir handvirkir posar eru nú orðnir mjög sjaldséðir þar sem rafrænar vélar hafa svo að segja alfarið tekið við af þeim. Sleðinn er merktur VISA. Plastspjaldi með nafni og númeri fyrirtækis var komið fyrir í posanum, greiðslukortinu smellt í þar fyrir ofan og greiðslunótan, með handskrifuðum upplýsingum á, lögð þar yfir. Sleðanum var svo rennt yfir, fram og til baka, og þrykktust þá upplýsingarnar af spjaldinu og greiðslukortinu á nótuna. Á spjaldinu, sem er gult á lit, má sjá að þessi posi hefur verið notaður á Keldum á Rangárvöllum, húsi í húsasafni Þjóðminjasafnsins. Posinn er í mjög góðu ástandi.
Það var Þorvaldur Böðvarsson, fagstjóri skráningar í Þjóðminjasafninu, sem kom með posann frá skrifstofum safnsins.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana