LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiSpiladós
Ártal1890

ByggðaheitiBíldudalur
Sveitarfélag 1950Suðurfjarðahreppur
Núv. sveitarfélagVesturbyggð
SýslaV-Barðastrandarsýsla
LandÍsland

Hlutinn gerðiPetersen og Steenstrup
GefandiGyða Thors 1908-1995
NotandiÁsthildur Jóhanna Guðmundsdóttir Thorsteinsson 1857-1938

Nánari upplýsingar

Númer1972-32
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð36 x 57 x 21 cm
EfniGler, Málmur, Viður

Lýsing

Spiladósin er í svörtum trékassa með opnanlegu loki. Ofan á lokinu hefur verið málað framleiðslumerki fyrirtækis en það er að mestu máð af. Kassinn hvílir á stalli með fjóru fótum og er hann yngri en kassinn með spiladósinni. Framan á kassanum undir skráargatinu er silfurskjöldur þar sem á er grafið nafn Ásthildar og afmælisdagurinn. Undir lokinu er annað lok með gleri í ramma spilverkinu til hlífðar. Spiladósin er stór málmsívalningur sem snerist þegar sveif til vinstri við dósina var snúið eða hún trekt upp, þá lék sívalningurinn um greiðu og gat þá leikið 8 mismunandi lög eftir því hvernig spiladósin var stillt samkvæmt blaði sem er fest innan á lokið. Framan við sívalninginn er harpa úr málmi til skrauts. Spiladósin er framleidd hjá Petersen og Steenstrup, Musik og instrumentlager, Lille Kongensgade 40 í Kaupmannahöfn.
Ásthildur Thorsteinsson frá Bíldudal átti spiladósina. Hún fékk hana í afmælisgjöf frá manni sínum Pétri J.Thorsteinsson þann 16. nóv. 1890. Þau voru móðurforeldrar gefandans Gyðu Thors.

Sýningartexti

Spiladós úr eigu Ásthildar Thorsteinsson á Bíldudal, sem fékk hana að gjöf frá manni sínum, Pétri J. Thorsteinsson

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana