Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiVettlingur

LandÍsland

GefandiOddný Þorsteinsdóttir 1875-1961
NotandiDýrleif Sigurðardóttir 1847-1940

Nánari upplýsingar

Númer15524/1954-157
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð22 cm
TækniTækni,Textíltækni,Prjón

Lýsing

Rósavettlingur, eitt par. Einþumla, prjónaður úr fínlegu, svörtu bandi og ísaumur í ýmsum litum á baki og þumli. Bogadregnir fremst, og fitjar á. Sá, sem merktur er a, er um 22 sm á l., en hinn, b, um 1 sm lengri, br. b um 10.5 sm, hins um 10 sm mest. Fitjar innan við 3.5 sm á br. Stílfærð jurtarmynd í gömlum ísaumsstíl á baki, og skrautatriði, smátt, á þumli að utan. Krosssaumur og fléttusaumur. Litir ljósrautt, dökkgrænt, ljósgrænt, gult og fölbleikt. Mjög fallegir vettlingar.    Á a eru tvö göt óviðgerð (?), stoppað er hér í og prjónað, einkum við þumal, jaðar við op óreglulegur, slitinn og í stoppað. Hinn vettlingurinn heilli, sums staðar stoppað í holur.    Sbr. Þjms. 2002, 2162, 4949.    Sbr. Ísl. Þjóðh., bls. 122.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana