LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantarLandfræðileg staðsetning


HeitiÖxi, skráð e. hlutv.
Ártal900-1000

StaðurHemla 1
Sveitarfélag 1950V-Landeyjahreppur
Núv. sveitarfélagRangárþing eystra
SýslaRangárvallasýsla (8600) (Ísland)
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer11329/1932-37
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munir, Fundaskrá
Stærð13,5 cm
EfniJárn
TækniTækni,Málmsmíði,Járnsmíði

Lýsing

Öxi af K-gerð. Axarblað, 13,5 cm langt og hefur verið 6,6 fyrir egg, en nú er dálítið brotið af annari hyrnunni. Eggin er bogadregin. Uppi við augað er blaðið 4 cm breitt. Þaðan og fram á hyrnurnar eru ekki alveg beinar brúnir, heldur lítið eitt bogadregnar. Hliðar blaðsins eru aftur á móti sléttar og beinar og mynda sín í milli tiltölulega stórt horn, því að blaðið þykknar ört í áttina til augans. Við augað er það 2,3 cm þykkt. Augað er þríhyrnt ofan og neðan frá séð, grunnhliðin við öxarhamarinn, 2,3 cm, og er það þykkt skaftsins, en hinar hliðarnar 3,7 cm, og það er breidd skaftsins, þar sem það hefur gengið gegnum augað. Á báðum hliðum ganga separ fram og aftur af auganu, en þeir eru svo bólgnir af ryði, að ekki sést, hvort þeir hafa komið fram í odd eða sneitt hefur verið þvert fyrir þá. Öxarhamarinn hefur verið þvert fyrir þá. Öxarhamarinn hefur verið um 4 cm á hverja hlið. Augað er fullt af tréleifum af skaftinu. Axarblað þetta er af K - gerð Jans Petersens ( De norske víkingesverd, 44. bls., 40. mynd). Fannst með spjótsoddinum hér á undan og eftirfylgjandi munum. (F 10).

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana