Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiMinningarskjöldur, + tilefni

LandÍsland

Hlutinn gerðiÞorgrímur Árni Jónsson
GefandiMár Benediktsson

Nánari upplýsingar

Númer12792/1940-10
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð19,5 x 14 cm
EfniSilfur, Silki
TækniTækni,Málmsmíði,Silfursmíði

Lýsing

Úr aðfangabók:
Minningarskjöldur um Einar skáld Benediktsson, gerður af silfri, í lögun sem sporðskjöldur með kúptum fleti, en kross, einfaldur og sléttur, er á toppi skjaldarins. Hæðin er 19,5 cm með krossinum, en mesta breidd 14 cm. Á skjölinn er grafið: Einar Benediktsson / skáld / 1864-1940 / Frá Björgvini Vigfússyni / eftirmanni skáldsins / sem sýslumaður / í Rangárvallasýslu. Stimpill gullsmiðsins er ÞÁJ, þ.e. Þorgrímur Á. Jónsson, starfandi hjá Árna B. Björnssyni. Skjöldurinn er festur á svart silki, sem saumað er um ferhyrnt spjald og troðið á milli, að öllu líkt og nr. 23/10 '39.


Heimildir

Þór Magnússon.  Silfur í Þjóðminjafni.  Reykjavík, 1996: 63.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana