LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiOfnplata
MyndefniDrottning, Konungur
Ártal1698

Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer2170/1882-133
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð71 x 62 cm
EfniStál
TækniMálmsteypa

Lýsing

Ofnplata steypt úr stáli, h. 71 cm., br. 62 cm., þykk fremur og þung. Hún er úr bíleggjara og úr hægri hlið. Við hægri rönd hennar er á framhliðinni 9,5 cm. breiður flötur sljettur, en annars er upphleypt verk á þeirri hlið allri: í miðju hringur með upphleyptum brjóstmyndum af Friðriki konungi 4. og Lovísu drotningu hans: sjer á hægri vanga þeirra. Yfir er konungskóróna og snúrur, og hanga í þeim smáskildir með stöfum konungs, F, og drotningar, L. Fyrir neðan eru lögð á ská lárviðargrein og sverð, og þar yfir leturband með áletruninni VIVANT FRIDERIC & LOVISA ( þ.e. Lifi Friðrik og Lovísa ). Neðst í hornunum er ártalið : 16 - 98. Líklega steypt þá í einhverri járnsteypu í Noregi. Sbr. nr. 6 300.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana