LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantarLandfræðileg staðsetning


HeitiLeikbrúða
Ártal1946

StaðurFurugrund 32
Sveitarfélag 1950Kópavogshreppur
Núv. sveitarfélagKópavogsbær
SýslaGullbringusýsla (2500) (Ísland)
LandÍsland

GefandiRannveig K Baldursdóttir 1951-
NotandiBaldur Georgs Takács 1927-1994

Nánari upplýsingar

Númer1996-2
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð117 cm
EfniPappi

Lýsing

Þetta er leikbrúðan Konni sem faðir gefanda, Baldur Georgs búktalari og sjónhverfingamaður, hafði við skemmtanir sínar á árunum 1946 til 1964. Konni var gerður í Englandi. Einu sinni er búið að skipta um höfuð en þetta er eins og hið upphaflega. Konni er í jakkafötum úr brúnu gallabuxnaefni, ljósbrúnni bómullarskyrtu og með ljósbrúna slaufu einnig úr bómull. Marglit húfa úr gerviefni fylgir og með. Áður var Konni í stórum jakka og buxum. Konni er í gamalli ferðatösku sem hann var geymdur og fluttur í, þó ekki hinni upphaflegu. Ljósrit af blaðagreinum og minningagreinum (5 A4 blöð) svo og útfararræða (7 A4 blöð) sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar um Baldur fylgja í hólfi í töskunni. Afrit er einnig geymt með fylgiskjölum. Baldur hafði sjálfur óskað eftir því nokkru fyrir dauða sinna að Þjms. varðveitti Konna.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana