LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiMet
Ártal900-1100

StaðurBólstaður/Úlfarsfell
Sveitarfélag 1950Helgafellssveit
Núv. sveitarfélagHelgafellssveit
SýslaSnæfells- og Hnappadalssýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer11276/1931-216
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Fundaskrá, Lausafundir
Stærð3,3 x 86,5 cm
Vigt86,5 g
EfniBlý, Brons
TækniMálmsteypa
FinnandiMatthías Þórðarson

Lýsing

Met fornt úr blýi og bronzi, 86½ gr. að þyngd, nokkurn veginn kringlótt að neðan, 3,3 cm. að þverm., en 2,7 x 2,9 efst og nokkurn veginn ferhyrnt þar, með mjög sljóum hornum, og þar er bronzi taflan sett í : hún er ferhyrnd, 2 cm. að þverm. og er grafin haglega í keltneskum stíl. Sennilega er þetta 10 örtuga met, og þó heldur þungt til þess. Það fannst á Bólstað við Álftafjörð í moldinni, sem mokazt hafði upp úr syðri hluta syðra bæjarins þar við rannsókn hans 22/7 - 11/8. s. á., sbr. nr. 11152 - 11220. Sbr. einkum nr. 7715. Afhent af Þjóðminjaverði.

Sýningartexti

Met úr blýi sem felld er í ferhyrnd bronsplata með keltnesku skrautverki, sannilegast af írsku helgidómaskríni upphaflega. Frá 10. -11. öld, fundið við rannsókn fornbæjarins að Bólstað við Álftafjörð vestra, þar sem Arnkell goði bjó að frásögn Eyrbyggja sögu.
11276

Met úr blýi sem felld er í ferhyrnd bronsplata með keltnesku skrautverki, sannilegast af írsku helgidómaskríni upphaflega. Frá 10. -11. öld, fundið við rannsókn fornbæjarins að Bólstað við Álftafjörð vestra, þar sem Arnkell goði bjó að frásögn Eyrbyggja sögu.
11276

Spjaldtexti:
Met eða vogarlóð af ýmsum gerðum og þyngdum, flest úr blýi. Í stærsta metið (a) er fellt skrautmunstur af írsku helgidómaskríni. Það fannst í fornbæjarrúst á Snæfellsnesi og vegur 86,3 grömm.

Weights of various types and sizes, most of them made of lead. The largest weight (a) has an inlaid design of an Irish reliquary. It weighs 86.3 g.

Heimildir

Daniel Bruun og Finnur Jónsson: "Dalvík-fundet." Aarbøger for nordisk Oldkyndighed og Historie1910. Bls. 62-100.
Daniel Bruun: Fortidsminder og Nutidshjem paa Island. (Ny omarbejdet og forøget udgave). Khm. 1928. Bls. 66-79. (Ísl. þýð.: Íslenskt þjóðlíf í þúsund ár. Rvk. 1987).
Matthías Þórðarson: "Alþingi á þjóðveldistímabilinu. Nokkrar athugasemdir um þingstörfin og þingstaðinn." Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1911. Rvk. Bls. 73-78.
T.J. Arne: "La suède et l’Orient." Archives d’Études Orientales, vol. 8, 1914.
A. W. Brøgger: "Ertog og øre." Videnskabsselskapets skrifter II. Hist.-Filos. Klasse No. 3, 1921. Bls. 80-85.
H. Jankuhn: "Die Ausgrabungen in Haithhabu." Deuthsches Ahnenerbe. Band 3. Berlin-Dahlem 1943. Bls. 187-202.
Kristján Eldjárn: Kuml og haugfé. Rvk. 2000. Bls. 165, 411-15.
Ola Kyhlberg: "Vikt och värde. Arkeologiska studier i värdermätning, betalingsmedel och metrologi under yngre järnalder. I Helgö. II Birka." Stockholm Studies in Archaeology 1. Sth. 1980.
Þór Hjaltalín: "Vöruframboð og verslunartengsl. Viðskipti á miðöldum." Hlutavelta tímans. Menningararfur á Þjóðminjasafni. Rvk. 2004. Bls. 214-23.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana