LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiMinningartafla
Ártal1825

StaðurGarðar
ByggðaheitiÁlftanes
Sveitarfélag 1950Garðahreppur
Núv. sveitarfélagGarðabær
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

GefandiGarðakirkja á Álftanesi

Nánari upplýsingar

Númer12497/1938-166
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð81 x 56,3 cm
EfniFura

Lýsing

Minningartafla um séra Markús Magnússon, prest í Görðum á Álftanesi 1781-1825. Hún er 81 cm á hæð og 56,3 cm á breidd, úr tré (furu) máluð gráblá á baki, en svört á framhliðinni. Á þeim svarta grunni er áletrunin, með gylltum skrifstöfum nema mannsnafnið, sem er með prentstöfum. Áletrunin er svohljóðandi:    Vir  Cujus hie repositum jacet corpus  Marcus Magni filius  Natus est die Vide Nonarum Aprilis 1748.  Sacerdotis muneri præfuit 45 annos.  Præpositi fere totidum.  Episeopales vices unum annum,  Etqvidem emu laude, administravit  Consilii, humanitatis et patientæ plems   Multa fezit honeste, tulit pie et patienter  Cognatarum vixit eximius evergeta,  Ordinis dezus, omnium deliciæ,  Ætatis suæ vir primarius, seriptis qvoq notus.  Tres duetas uxores ipse, at umaq harum  Tres fusceptas filios infantes, fepelivit.  Tandem ipse annis et honore onuftus  Vitam placida morte deposuit 12de Caleud: Sept 1825    In tenebris lueisradius solatur euntem  Cum mors atra veit, proderit esse protus  Namqsalus Coeli parta eftcurn (svo) vita recedit  Juftis Itnternis fama superstes erit.    (Þessari uppskrift minni er alls ekki treystandi því skriftin í safnskrá er það óljós og ég ekki læs á latínu, FFJ).    Utan um töfluna er 10,6 cm breiður rammi úr furu, útheflaður mjög og miklu lægri á innri brúnir en ytri, svo að hann með töflunni líkist grunnum kassa. Allur hefur hann verið gylltur og gipsað undir, en mjög er hann nú skáldaður orðinn. Í hornum rammans er upphleypt blaðaskraut, palmettur. - Úr Garðakirkju á Álftanesi.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana