Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiRósavettlingur

SýslaSkagafjarðarsýsla (5700) (Ísland)
LandÍsland

GefandiGuðlaug Aradóttir

Nánari upplýsingar

Númer4085/1895-19
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
TækniTækni,Textíltækni,Prjón

Lýsing

Úr aðfangabók:
Rósavettlingur handa karlmanni, svartir, með rauðri, blárri, gulri og grænni rós á handarbakinu og ofan á þumlinum : laskinn er langur og brettur fram (: með uppbrotum) og þar í saumaðir 2 hirtir og tígull í milli, alt með sömu litum.     Gripirnir nr. 4085-88 eru norðan úr Skagafirði.

Úr Íslenskur útsaumur:  (Elsa E. Guðjónsson)
Gamli krosssaumurinn,   sem nú er nefndur, kallaðist stundum fléttusaumur.  Þessi saumgerð þekkist  þegar á síðmiðöldum og birtist á altarisklæðum o.fl.  Elstu ritheimildir um þessa saumgerð eru í Sigurðarregistri frá  1550.  Það var fyrst á fyrri hluta  20. aldar sem farið var að kalla saumgerðina gamla krosssauminn eða fléttusaum.
Þessir prjónavettlingar frá 19. öld eru útsaumaðir í skærum litum; með stílfræðum jurtapottum á þumlum og handarbökum.  Stundum voru fangamörk eigendanna á uppbrotum á löskunum.  Vettlingarnir eru prjónaðir með sléttu prjóni úr ullarbandi.
(Sett inn af Sigrúnu Blöndal, 26.okt. 2010)


Heimildir

Elsa E. Guðjónsson.  Íslenskur krosssaumur.  Kópavogur, 2003; bls. 28 - 31.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana