LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiMálverk
MyndefniAcenton

StaðurBrjánslækjarkirkja
ByggðaheitiVatnsfjörður
Sveitarfélag 1950Barðastrandarhreppur
Núv. sveitarfélagVesturbyggð
SýslaV-Barðastrandarsýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer6565/1913-144
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð68 x 50 cm
EfniFura
TækniMálun

Lýsing

Mynd, máluð á léreft með olíulitum, ferhyrnd, stærð 68 x 50 cm., í umgjörð úr furu, 5 cm. breiðri, sem verið hefir algylt að framan og utan, en verið svert síðar að utan, myndarinnar vegna: framan á henni er mæander - bekkur, skorinn úr pappa og límdur framan á, og er það alt gylt.  Umgerðin er varla yngri en hundrað ára.  - Myndin sýnir Jesú frá Nazaret í grafgarðinum Getsemane, nóttina er hann var tekinn þar höndum.  Hann liggur á h(n)jánum á jörðinni og grúfir sig niður að henni, en heldur höndunum fram fyrir höfuðið sem til bænar.  Fyrir ofan hann, efst í hægra horni myndarinnar, sést ljós mikið og mun það eiga að stafa af englinum, sem birtist honum.  Jesús er í rauðum kyrtli, með bláa skikkju.  Hárið er ljósjarpt.  Hendur og fætur berir, og eru blóðdropar á þeim og höfðinu.  - Lengra frá, yzt vinstra megin á myndinni, sjást koma inn í garðinn um hliðið flokkur sá er tók Jesú höndum: yzt þar fyrir aftan sést Jerúsalem í fjarska 1).  Myndin er mjög vel máluð og áhrifamikil.  Óvíst að svo stöddu hver málað hefir.  Myndin er frá kirkjunni að Brjánslæk.        1) Sbr) Lúkasar guðspjall, 22. kap., 39. v. o.s.frv.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana