LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiTeikning
MyndefniSveitabær

StaðurNaustavík
ByggðaheitiTungusveit
Sveitarfélag 1950Kirkjubólshreppur
Núv. sveitarfélagStrandabyggð
SýslaStrandasýsla
LandÍsland

Hlutinn gerðiGísli Jónatansson
GefandiGísli Jónatansson 1904-1992

Nánari upplýsingar

Númer1983-34
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð28 x 21 cm
EfniPappír
TækniTeikning

Lýsing

Teikningar Gísla Jónatanssonar af bæjum í Kirkjubólshreppi. Teikningarnar eru í teikniblokk með gormum. Á forsíðu stendur "Tegneblok" Walt Disney´s og er mynd af einni teiknimynda hetjunni, Fedtmule eða Guffa þar sem hann situr við trommusett. Gísli teiknaði myndir af bæjum eins og þeir voru í kringum 1915. Sumir bæir reistir 1916 og 1917. Kollafjarðarnes, gamli bærinn að Hvalsá, Smáhamrar, Heydalsá þrjú hús, Heydalsárskólinn, Kirkjuból, Búðirnar í Ormstanganum, Klúka, Gestsstaðir, Tindur, Miðdalsgröf, Heiðarbær, Húsavík,Tröllatunga, Tungugröf og Arnkötludalur. Einnig eru rissaðar teikningar af örnefnum á svæðinu.
Jóhannes Jónsson frá Asparvík sem afhenti teikningarnar giskaði á að Gísli hefði teiknað þær um eða eftir að bæirnir hurfu.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana