Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiReykjarpípa
Ártal1800-1900

StaðurArnheiðarstaðir
ByggðaheitiFljótsdalur
Sveitarfélag 1950Fljótsdalshreppur
Núv. sveitarfélagFljótsdalshreppur
SýslaN-Múlasýsla (7500) (Ísland)
LandÍsland

GefandiRagnar Ásgeirsson 1895-1973

Nánari upplýsingar

Númer12787/1940-5
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð9,7 cm
EfniBirki, Látún
TækniTækni,Útskurður

Lýsing

Pípuhaus (pípukóngur) úr birki, íslenzkur, líkastur tunnu í laginu, nema hvað á skakk niður úr honum gengur tappi til að festa hausinn við munnstykkið. Umhverfis opið er stallur og hefur þar verið látúnshringur eða því um líkt, jafnvel lok. Á hausnum eru útskornar, upphleyptar myndir allt umhverfis. Aftan á honum er hundur með hringað skott, til beggja hliða hestar, sem snúa höfðum saman framan á hausnum, en á milli þeirra er folald. Öll eru dýrin séð frá hlið. Neðan við þau eru útskorinn blaðabekkur. Allt heldur gott verk, líklega frá 19. öld. Hæð haussins með tappanum er 9,7 cm, en ummálið mest 4,8 cm. - Fannst hjá Sigríði Sigfúsdóttur á Arnheiðarstöðum í Fljótsdal.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana