Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiBlýplata, óþ. notk.
Ártal1000-1104

StaðurSkeljastaðir
ByggðaheitiÞjórsárdalur
Sveitarfélag 1950Gnúpverjahreppur
Núv. sveitarfélagSkeiða- og Gnúpverjahreppur
SýslaÁrnessýsla (8700) (Ísland)
LandÍsland

GefandiJóhann Briem 1907-1991

Nánari upplýsingar

Númer12791/1940-9
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Fundaskrá, Fundaskrá_Lausafundir
Stærð10 cm
EfniBlý

Lýsing

Blýplata þunn, tvíbrotin saman, nánast þríhyrnd að lögun, ca 10 cm á lengstu hlið, en hæð á hana 6-7 cm. Eitt naglagat er á plötunni. Vegur 55,9 gr. - Fannst á Skeljastöðum í Þjórsárdal, sbr. nr. 1112, og er undarlegt, að engar blýagnir skyldu finnast við rannsóknina 1939, sbr. Forntida gaardar í Island, bls. 134.

Sýningartexti

Blýplata, fundin á Skeljastöðum í Þjórsárdal og talin er geta verið af þaki kirkju þeirrar, er sagnir voru um að Hjalti Skeggjason hefði látið reisa þar í öndverðri kristni á 11. öld. Blýagnir hafa fundist á Skeljastöðum bæði fyrr og síðar.
12791



Blýplata, fundin á Skeljastöðum í Þjórsárdal og talin er geta verið af kirkju þeirri, sem á að hafa verið reist þar í öndverðri kristni á 11. öld. Blýagnir hafa fundist á Skeljastöðum bæði fyrr og síðar.
12791

Heimildir

Matthías Þórðarson. "Skeljastaðir, Þjórsárdalur". Forntida gårdar i Island, útg. Mårten Stenberger. Kaupmannahöfn 1943, bls. 121-136.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana