LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiLangspil

LandÍsland

Hlutinn gerðiPétur Oddsson

Nánari upplýsingar

Númer2810/1886-82
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð96,5 x 15,6 cm
EfniBirki, Fura
TækniÚtskurður

Lýsing

Langspil úr birki og furu, með algengu lagi, l. alls 96,5 cm., hausinn 16 cm., mjög vel skorinn, með 3 strengjanöglum; belgurinn er 5,6 - 9,6 cm., aptur að bugnum, en um hann er br. 15,6 cm. mest.  Þykt 5,1 cm.  Listar neðan á endunum og stendur langspilið á þeim; aðrir ofaná og eru með brún á efst; hvíla strengirnir á þeim; látún er greypt í brúnina.  Milli brúnanna er strenglengdin 78,5 cm. (30").  Um buginn er kringlótt op í yfirfjölinni, þverm. 4,1 cm., og er sett þar í hvelfd látúnsþynna með kringlóttu gati, þverm. 9 mm., og öðru aflöngu, br. 3 mm., l. 2 cm.  Undir þeim strengnum, sem er næstur beinu hliðinni, er nótnafjöl, 63 cm. l. og 2,5 cm. að br.  Í hana eru greyptar 17 nótur, en ekki eru þær allar rjett settar; tónarnir eru 2½ oktava, en hálfnótur eru engar.  Langspilið er neglt saman með smánöglum úr trje og látúni, en fjalirnar eru 3 - 4 mm. að þykt.  Langspilið er einstaklega vel smíðað, en nokkuð skemt orðið; yfirfjölin er rifin um buginn; hefur viðurinn ekki verið nógu vel þur.  Strengirnir voru af, en nú eru látúnsstrengir á, nýlegir, og mun sá of gildur, sem helzt er leikið á.  - Bogi fylgir, smíðaður úr eins konar laufviði og er haglega gerður; strengdur með skrúfu í aptari enda og er þar beinhnúður á.  Hár voru úr er boginn kom til safnsins, en voru þá sett í.  L. alls 60,5 cm., þverm. 8 - 12 mm. um stöngina.  Hárin um 53 cm.  Langspilið (og boginn) ,,er smíðað af Ottesen (þ.e. Pjetri Oddssyni), sýslumanni í Mýrasýslu" (d. 1866).  Sjá um hann í Þjóðólfi 19. árg., nr. 9 - 10, og víðar.  - Ómálaður kassi úr furu fylgir langspili þessu, gerður utanum það og ef til vill jafngamall því.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana