LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiÖskupoki
Ártal1920

LandÍsland

GefandiLouise Haddorp
NotandiFranz Haddorp

Nánari upplýsingar

Númer1997-5
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð14,5 x 12 cm
EfniSilki
TækniTækni,Textíltækni,Saumur,Handsaumur

Lýsing

Framan á pokann er saumuð mynd, í miðju er hendi og heldur hún á poka sem á stendur 1000. Ofarlega er þýski fáninn og síðan saumað nafn verslunarinnar Haddorps. Öskupokinn var sendur notanda (Franz Haddorp) sem vissi ekki hver gerði það. Franz var þýskur og kom til Íslands um 1915 og vann hjá ýmsum en mun hafa rekið smáverslun um tíma.* Gefandi heldur að verslunin hafi verið við hliðina eða nálægt Hótel Borg. Verslunin hét Magasín Haddorps.

*Verslunin var við Lækjargötu 4 í Reykjavík og virðist einungis hafa verið rekin árið 1920. (Freyja Hlíðkvist Ómarsdóttir, mars 2014).

 

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana