Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiRóðukross
Ártal1250-1300

StaðurYtri-Sólheimar 1
ByggðaheitiMýrdalur
Sveitarfélag 1950Dyrhólahreppur
Núv. sveitarfélagMýrdalshreppur
SýslaV-Skaftafellsýsla (8500) (Ísland)
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer4811/1901-31
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð21 cm
EfniKopar
TækniTækni,Málmsmíði,Málmsteypa

Lýsing

Róðukross frá Sólheimum í Mýrdal í Skaftafellssýslu, fundinn þar í kirkjugarði, en ekki virðist hann hafa legið mjög lengi í jörðu, því að ekki sjer á honum.  Hann má heita allsendis óbreyttur frá upphafi: einungis hafa verið boruð göt á enda armanna og neðst við brodd, sem er niður úr.  Bæði krossinn sjálfur og myndin á honum er steypt úr ljósleitum kopar.  Hæð krossins er 21 cm. og broddur að auk niður úr, 3,2 cm. að l.  Lengdin á þverálmunni er 18,2 cm.: br. yfirleitt 3,2 cm., nema við endana, þar er hún 3,9 - 4,2 cm.  Þykt krossins um 3,6 mm., nema eptir miðjunni í báðum álmunum, þar er 1,5 cm. breið og 2 mm. djúp gróp inn í krossinn.  Líkneskið er mjög hátt upphleypt, um hnjen er hæð þess út frá krossinum 2,2 cm.  Lögunin er að mestu rómönsk: höfuðið hallast þó nokkru meira en venja er á rómönsku krossunum, og fætur eru kreptir um hnjen meira en við á.  Gætir fótstalls lítt og naglar eru engir í fótum, en fótaþrepinu er fest við krossinn með nagla.  Ef til vill á að vera vottur fyrir síðusárinu á hægri síðu.  Mittisskýla er síð og víð og fest með belti.  Kóróna á höfði.  Andlitið er afskræmt, nefið helmingi lengra en vel fer á o.s.frv.  - Á enda hægra krossarms er grafið vængjað ljón, en á þann vinstri vængjað naut, og fugl (örn) er grafinn á efra enda langálmunnar, en á hinn neðra er ekki grafið, þar sem vera skyldi merki Matheusar.  - Þessi kross er að líkindum smíðaður hjer á landi og sennilega á ofanverðri 13. öld: hann minnir mann að sumu leyti á gotneska krossa frá næstu öld.  Broddurinn sýnir að hann er upphaldskross.  Sbr. Árb. 1914, bls. 36 - 37, m. mynd.


Sýningartexti

Róðukross steyptur úr kopar, að mestu í rómönskum stíl. Merki guðspjallamannanna á endum krossins, hefur líklegast verið borinn á stöng eða staðið á altari. Kom úr kirkjugarði í Sólheimum í Mýrdal og mun frá síðari hluta 13. aldar, hugsanlega íslensk smíð.
4811

Róðukross úr kopar í rómönskum stíl, hefur verið borinn á stöng eða staðið á altari. Frá síðari hluta 13. aldar, líklegast íslensk smíð.

Spjaldtexti:
Tveir róðukrossar. Sá til vinstri er að mestu í rómönskum stíl. Hann er talinn íslenskur frá 13. öld.

Two crucifixes. The left one is mostly in the Romanesque style. Believed to be Icelandic, 13th century.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana