LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiMynd
Ártal1200-1500

StaðurKapellan/Hraun
Sveitarfélag 1950Grindavíkurhreppur
Núv. sveitarfélagGrindavíkurbær
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer14293/1950-22
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munir, Fundaskrá
FinnandiKristján Eldjárn

Lýsing

Mynd af heilagri Barböru, úr Kapellunni í Nýja Hrauni. - Grein birtist eftir þjóðminjavörð um fornleifarannsóknirnar í Kapelluhrauni og Kapellulág í Árbók hins Ísl. Fornleifafélags 1955-'56. Rannsóknir þessar voru gerðar 1950 og 1954. Þar er mynd þessari lýst ásamt öðru er þarna fannst (bls. 11-12).

Úr Hundrað ár í Þjóðminjasafni:  (Kristján Eldjárn)
Líkneskið er haglega teglt, hár mikið og hrokkið nær niður á herðar og sveigur yfir um ennið. Ermalangur fleginn jóll, aðskorinn í mitti, fellingar miklar neðan beltis, hvelfdur barmur. Slegin skikkja yfir um axlir, með stórum mjúkum fellingum á baki. Í vinstri hendi heldur konan á turni með gluggum, undirstöðu og yfirbyggingu og hallar honum að vinstri öxl og vanga. Þetta var nafnspjald konunnar: Heilög Barbara, mær og píslarvottur.
(KG, 2011)


Heimildir

Kristján Eldjárn. "Kapelluhraun og Kapellulág." Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1955-56. Reykjavík 1956, bls. 11-12.
Kristján Eldjárn. "Heilög Barbara mær og kapella hennar." Hundrað ár í Þjóðminjasafni. Reykjavík 1962, 88. þáttur.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson. "Af heilagri Barböru og uppruna hennar." Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1982. Reykjavík 1983, bls. 171-175.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana