LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiÖskupoki
Ártal2007

LandÍsland

GefandiÁgústa Kristófersdóttir 1973-

Nánari upplýsingar

Númer2007-7
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð15,1 x 9,9 cm
EfniBómullarefni
TækniTækni,Textíltækni,Saumur,Vélsaumur

Lýsing

Öskupoki úr áprentuðu, gulu og bláu, bómullarefni. Í hliðum er hann saumaður í saumavél með rauðum tvinna en fyrir opið er stungið í höndunum með sama tvinnanum. Á enda tvinnans er nál / prjónn, sveigður í vinkil svo hægt sé að hengja pokann í fatnað. Pokinn er 15,1 cm langur og hann er breiðastur neðst, 9,9 cm, en þrengist örlítið upp. Pokinn var hengdur í gefanda, Ágústu Kristófersdóttur, sýningarstjóra Þjóðminjasafnsins, í verslunarmiðstöðinni Kringlunni, á öskudag 2007, þ.e. 21. febrúar. Fáum dögum áður höfðu átt sér stað samræður hér á safninu um að öskupokasiðurinn væri nánast horfinn. Ágústa gaf pokann á safnið til merkis um það að þessi siður væri enn lifandi meðal þjóðarinnar.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana