Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiMinningarmark, + tilefni
MyndefniHjón, Lögmaður, Sonur

StaðurÞingeyrakirkja
Annað staðarheitiKirkjan
ByggðaheitiÞing
Sveitarfélag 1950Sveinsstaðahreppur
Núv. sveitarfélagHúnavatnshreppur
SýslaA-Húnavatnssýsla (5600) (Ísland)
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer4676/1900-9
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð146 x 153 cm
EfniOlíulitur, Viður
TækniTækni,Málun

Lýsing

Úr aðfangabók:
Minningarmark um Laurits Christiansen Gottrup og Catharina,konu hans, úr Þingeyrakirkju, þar sem þau bjuggu. Í miðju er ágætt olíumálverk, st. 74,5 x 46 cm innan umgerðar,af þeim lögmanni og konu hans: vinstra megin og svo sem fyrir aptan föður sinn er Jóhann sonur þeirra, en hægra megin, fyrir aptan móður sína eru dætur þeirra 3: Anna Sophia, Magdalena og Metta Maria: eru höfuðin hvort upp af öðru og sjest lítið annað af þeim systrum.Um Sr Chr Gothrup sjá t.d. Safn II, 141-44, Sýslumæf. I, 590-96. yngsta dóttirin, sem hjer er sýnd, er ekki nefnd þar: hún fór utan 11 ára 1701 með föður sínum og mun hafa alist upp erlendis. Hún var enn á lífi er móðir hennar dó. Þeir feðgarnir bera hárkollu, kniplingahnýti um háls og blásvarta frakka, sem eru hnepptir upp úr. Mæðgurnar eru með hettur með hvítum ryktum knipplingum að framan og dregin bönd í: frúin er í flegnum kjól með knipplinga um opið á hálsi og brjósti, og um hálsinn þrísetta gullfesti með krossi á brjósti, settum steinum og perlum. Umgjörðin er mjög íburðarmikil, öll gagnskorin úr trjé og með bláum skjöldum í fyrir ofan og  neðan málverkið, og bláum strýtum, sinni til hvorrar handar: standa þær svo sem á gyltum kúlum og eru umvafðar af gullnum greinum. Skrautverkið er mest blöð, en sinn hvoru megin við efri skjöldin er    engill, og halda þeir á skjaldarmerkjum þeirra hjóna: skildirnir eru klofnir báðir: á hans er skjaldmerki Íslands hægra megin og trje (fæddur í Nakskov) vinstra megin, en á hennar eru 2 stjörnur, með 8 geislum, annars vegar, hægra megin, í skildinum og blóm (lilja?) hins vegar: sbr. hin baldýruðu skjaldarmerkin á altarisklæðinu nr. 1945.  Beggja vegna við neðri skjöldinn eru einnig sitjandi englar og eru þeir harmandi: stiðja hönd sinni á stundaglas og hauskúpu. Um skildi þessa eru sjerstakir blaðasveigar með böndum. Skildirnir eru kúptir og sporöskjulagaðir, hinn efri 20-28, hinn neðri 22-31 cm. að þverm. Á þeim eru áletranir með gulu letri, gotnesku, og áletranirnar á dönsku. Á hinum efri eru ritningargreinarnar 24-27. úr 19. kap. Jobs-bókar, en á hinum neðri stendur: Dette. Epitaphium. hafuer. Velædle.oc. Velbyrdige. Her. Laugmand.  for. norden.oc. vesten. paa. Island. Herr. Lauritz. Christians. GOTTRUP. og. hans. Hustru. Catarina. oc. hans. Daatter. ladet. opsette, GUD.til Ære. oc. Kirken. til. Zirat. Han. er. føed. udi. Nachscau. í. Laaland. anno. 1648. oc. døde. i. Hans. Alders. 75: Aar. Hun. var. føed. anno. 1666. udi. Friederiksborg. i. Liælland.oc.døde. i. hendis Alders. 65. Aar. GUD.gifue. dem. med. alle. troe. Kristne. en. glædelig. Opstandelse. Amen .H er 148 cm., br. 153 á umgjörðinni: óvíst er eptir hvern hún er: hún er öll í Loðvíks 14. stíl. Málverkið gæti verið eptir Rigand eða einhvern snilling.  Það er endurbætt af Svend Rønne málara og konservator 1906, sem einnig sá um aðgerð umgjörðarinnar um leið.


Heimildir

Kirkjur Íslands. 8.bindi. Ritstjórar: Jón Torfason, Þorsteinn Gunnarsson. Reykjavík, 2006.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana