LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiSkurðmynd
Ártal1874

StaðurÞingnes 1
ByggðaheitiAndakíll
Sveitarfélag 1950Andakílshreppur
Núv. sveitarfélagBorgarbyggð
SýslaBorgarfjarðarsýsla
LandÍsland

Hlutinn gerðiAndrés Andrésson Fjeldsteð
GefandiAndrés Andrésson Fjeldsteð 1835-1917

Nánari upplýsingar

Númer1046/1875-27
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
EfniRauðaviður
TækniÚtskurður

Lýsing

Rauðatrésspjald (eða úr mahagoni): það er 1 al. á lengd en 19 þuml. á breidd: alt er það gagnskorið til að láta ljós skína í gegnum (transparent): upp eptir spjaldinu miðju ganga viðargreinir með eikarblöðum: þær spretta upp úr urtapotti að neðan. Hægra megin er konungsnafnið dregið saman: C IX (Christían níundi) og kóróna yfir, en undir er 1874: en til vinstri handar á spjaldinu er IA (Ingólfur Arnarson) og þar undir: 874: uppyfir eru vopn, er liggja í kross, öxi og atgeir, en sverð undir, en þar uppyfir er hjálmur eða stálhúfa. Þar uppyfir er fljúgandi dreki. Allt þetta er vel gjört.


Sýningartexti

Spjald úr mahóní með gagnskornu skrautverki. Vinstra megin eru stafirnir IA saman og ártalið 874 undir, á þetta að tákna Ingólf Arrnarson og landnámsárið, en yfir eru sverð, krosslagðar axir og hjálmur. Í miðju er jurt með eikarblöðum sem vex up úr urtapotti, blóm efst og dreki sem snýr til vinstri, en hins vegar er nafndráttur konungs, CIX og ártalið 1874 undir en konungskóróna yfir, og á þetta að tákna hinn ríkjandi konung. Merkið var haft á þjóðhátíð Borgfirðinga í Þingnesi árið 1874, er minnst var þúsund ára byggðar landsins, og ljós látið skína gegn um stafina og skrautið.
1046

Spjald úr mahóní með gagnskornu skrautverki. Vinstra megin eru stafirnir IA saman og ártalið 874 undir, á þetta að tákna Ingólf Arrnarson og landnámsárið, en yfir eru sverð, krosslagðar axir og hjálmur. Í miðju er jurt með eikarblöðum sem vex up úr urtapotti, blóm efst og dreki sem snýr til vinstri, en hins vegar er nafndráttur konungs, CIX og ártalið 1874 undir en konungskóróna yfir, og á þetta að tákna hinn ríkjandi konung. Merkið var haft á þjóðhátíð Borgfirðinga árið 1874, er minnst var þúsund ára byggðar landsins, og ljós látið skína gegn um stafina og skrautið.
1046

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana