Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiFjöl, úr kirkju
Ártal1772

StaðurHoltskirkja
ByggðaheitiFljót
Sveitarfélag 1950Holtshreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla (5700) (Ísland)
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer4799/1901-19
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð63 x 23 x 1 cm
EfniEik
TækniTækni,Útskurður

Lýsing

Fjöl, skorin.  Frá Holtskirkju í Fljótum í Skagafjarðarsýslu.  Fjölin er 63 sm. á lengd og tæpir 23 á breidd, 1 sm. á þykt.  Efst til beggja enda eru skorin engilhöfuð með gloríu og vængjum.  Milli englahöfðanna gengur í hálfum sporbaug skorinn laufaviðarstrengur, grænmálaður með rauðu fjögra blaða blómi í miðjunni.  Að neðanverðu endar hann í 6 - blaða rósum grænum með rauðum depli í miðjunni.  Innan í sporbaugnum er svo skorið með gyltu gotnesku letri þetta vers úr Passíusálmunum:
Þa þu geng? i guds hus in giæt þ vel sal mijn froa hæd þ þver herrn þi ms hegdn lykaas toa. beigdu holldsis ó hivtns kie heit bænþy astv kuedia sie. hræsnin mun syst þier soma.  Til beggja enda að neðanverðu eru skornir 2 baugar með útflúri og innan í öðrum með hvítum stöfum: Ano, og hinum: 1772.  Fjölin er úr eik, grunnurinn er málaður blár.  Fjölin hefur líklega verið yfir kórdyrum.  

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana