Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiSpjald, skráð e. hlutv.

StaðurBúðardalskirkja
ByggðaheitiSkarðsströnd
Sveitarfélag 1950Skarðshreppur Dal.
Núv. sveitarfélagDalabyggð
SýslaDalasýsla (3800) (Ísland)
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer4959/1902-66
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð80,5 x 36 x 2,5 cm
EfniViður
TækniTækni,Útskurður

Lýsing

Gagnskorið spjald, 80½ sm. á lengd, 36 sm. á  hæð, 2½ sm. á þykt, bogamyndað að ofan verðu.  Í miðjunni er tréstofn, er breiðir út greinar sínar til beggja hliða, með 9 vínberjaklösum.  Spjaldið er málað rauðum og dökkum lit á forhliðinni. Göt eru í gegn um það 6 að neðanverðu eftir nagla: hefur það að líkindum verið fest upp yfir kórdyrum. Það er úr Búðardalskirkju í Dalasýslu.


Heimildir

Mageröy, Ellen Marie: Planteornamentikken i islandsk treskurd. En stilhistorisk studie I-II. Kh. 1967. (Bibliotheca Arnamagnæana, Supplementum Vol. V).

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana