Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiMálverk, + mótív
Ártal1681

StaðurGrundarkirkja í Eyjafirði
Annað staðarheitiKirkjan
Sveitarfélag 1950Hrafnagilshreppur
Núv. sveitarfélagEyjafjarðarsveit
SýslaEyjafjarðarsýsla (6500) (Ísland)
LandÍsland

Hlutinn gerðiJón Guðmundsson

Nánari upplýsingar

Númer4884/1901-108
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð45,5 x 35,5 cm
EfniPappír, Viður
TækniTækni,Málun

Lýsing

Úr aðfangabók: Mynd af séra Bjarna Hallssyni hins harða, presti til Grundarþings í Eyjafirði: hún er með litum en fremur illa gerð, á pappír, höfuðið er málað á sérstakan pappírsmiða, hann svo skorinn eftir höfuðlaginu og síðan límdur ofan á myndina. Umhverfis myndina gengur blómsveigur í 17. aldar stíl. Séra Bjarni er líkt klæddur og Guðbr. bisk. Þorláksson er á myndinni Nr. 3109 í safninu, hefur sem hann bók með (látúns)spöngum í vinstri hendi og aðra uppfletta með hebreskum bókstöfum liggjandi fyrir framan sig öðrum megin á borði en hinum megin ílát með fjaðrapenna. Undir myndinni neðst standa svo vinstra megin á latínu þessi orð: Sic oculos, sic ille genas, sic ora tenebat Emeritus vera humaitate Senex. og hinum megin þessi vísa: Seera Biarna (Krist Kiær) / Klär Imind hier stär Hallssonar: han (*lls / hatare) vel sat til heidurs vid landz l*d / lundþ*du ä Grund. Sauðum drottenz l*fs leið / l*sa georðe häv*s. ( * = y með tveimur punktum yfir. GS ) Undir þessari vísu stendur með mjög máðum stöfum: I stærra arskogeemed..skinde 28 Octobnis...2 1681. Meira get ég eigi lesið. Séra Bjarni er fæddur 1613, þjónaði Grundar og Möðruvalla sóknum full 30 ár og dó á 84. ári 1696. Vísan og myndin er eftir séra Jón Guðmundsson í Stærra árskógi (+1696), er var skáld gott, merkilegur smiður og málari (sbr. Prestaæfir Hallgríms Jónssonar djákna bls. 250 Sbr. Nr. ). Mynd þessi hefur um mörg ár verið í Grundarkirkju í Eyjafirði og er orðin mjög sködduð, með götum og rifum. Utan um hana er léleg dökk umgerð úr tré. Hún er (með umgerð) 45½ sm. á lengd og 35½ sm. á breidd. 1) Högsbro forseti Fólksþingsins danska segir mynd af Brynjólfi ekki til vera. 19/10 93. 2) Mynd af Sr. Bjarna Hallssyni á Grund (1632 - 1696) í Grundarkirkju í Eyjafirði. Neðan við myndina stendur: Herra Biarna Krist kiær/ klär Imind hier stär Hallssonar, han ylls/ hatare vel sat til heidurs vid landz lyd/ lundþydur ä Grund saudum drottenz l(y með tveimur punktum yfir. GS)fsleid lýsa giordi hävijs. Sic oculos sic ille genas sic ona tenbat Emeritus vera humanitate senex. [Relatio Olai Davidis qui imaginem vidit anno domini 1885]


Heimildir

Kirkjur Íslands, 10.bindi. Ritstjórar: Jón Torfason, Þorsteinn Gunnarsson. Reykjavík, 2007.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana