LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiÚtsaumsmynd
MyndefniJólasveinn
Ártal1995-1998

LandÍsland

Hlutinn gerðiElsa E. Guðjónsson
GefandiElsa E. Guðjónsson 1924-2010

Nánari upplýsingar

Númer2006-5-7
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð22,5 x 33,8 cm
EfniUllargarn
TækniKrosssaumur

Lýsing

7. mynd af 32 í myndaseríunni Jólasveinarnir þrettán eftir Elsu E. Guðjónsson, fyrrum deildarstjóra í Þjóðminjasafni. Myndin sýnir jólasveinana þrettán koma af fjöllum. Sjálf útsaumsmyndin er um 11 cm breið og 11 cm há. Fyrir neðan myndina er þessi vísa:

Þá hlaupa þeir úr hellunum
svo heyrist drynja' í fellunum,
og birtast einn og einn á dag.
Á því drengir kunna lag!

(Sjá einnig hinar myndirnar nr. 2006-5). Myndirnar fylgja allar saman og eru jólamyndir sem sýna íslensku jólasveinana, athafnir þeirra og fjölskyldu. Allt eru þetta munstur eftir Elsu og hefur hún saumað myndirnar með gamla krosssaumnum. Með þessu fylgja vísur og skýringar. Myndunum er komið fyrir í "pas par tout" kartoni. Myndirnar og vísurnar hafa verið gefnar út í litlu hefti (1. útg. 1998). Myndirnar voru til sýnis í Þjóðminjasafni á jólaföstu 2005 og höfðu áður verið sýndar bæði í Árbæjarsafni og í Minjasafninu á Akureyri.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana