Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiRóða
Ártal1200-1250

StaðurÁsar
ByggðaheitiSkaftártunga
Sveitarfélag 1950Skaftártunguhreppur
Núv. sveitarfélagSkaftárhreppur
SýslaV-Skaftafellsýsla (8500) (Ísland)
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer4751/1900-86
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð15,4 cm
EfniKopar
TækniTækni,Málmsmíði,Málmsteypa

Lýsing

Úr aðfangabók:
Róða úr eiri, smelt: h. 15,4 cm, faðmlengd 12,3 cm.  Hefir verið hátt upphleypt og fest á smeltan kross: er því hol að aptan.  Framhliðin hefur öll verið gylt, en lendklæðið, sem nær niður á hnje og lykur alveg um líkaman ofan frá lífi, er með bláu, dökku grópasmelti (émail champleré), og grænu, smeltu mittisbandi.  Í augun eru settir smásteinar, bláir, eða gler.  Krossinn hefur verið, svo sem þessi róða er sjálf, með rómanskri gerð, og má sjá af búningnum á krossinum nr. 4499 hversu þessi hefur verið (búinn), og er róðan á honum mjög lík þessari.  Eru þeir sennilega frá fyrri hluta 13. aldar og frá Limoges.  - Á síðari tímum hefur verið settur rauður farfi á enni og kinnar, til að tákna blóðdropa undan (þyrni)kórónunni, en þessi róða er raunar ekki með þyrnikórónu fremur en aðrar rómanskar róður: enn fremur hefur verið settur rauður farfi á vinstri síðu, - og ekki hægri, sem hefði þó verið samkvæmara venjunni á hinum gotnesku krossum: og loks eru sýndir með sama lit blóðrásir úr naglagötunum á báðum fótum.  Er þetta alt síðari alda verk, gert eptir að gotnesku krossarnir fóru að tíðkast.  - Þessi róða er frá Ásakirkju í Skaptártungu og mun vera af smelta - krossi þeim sem segir í einum máldaga hennar frá 1343 (Dipl. ísl. II. b., nr. 507) að hún eigi þá.  - Sjá enn fremur um þennan og aðra rómanska krossa í safninu Árb. 1914, bls. 30 - 37 m. myndum.

Church and art (Lilja Árnadóttir):
Image of Christ from an enamelled cross
Copper figure of Christ, originally affixed to a cross.   There are nail-holes in the hands and feet, and a hole in the breast.   The figure was originally gilded, and a considerable amount of the gilding remains intact.   The loincloth is of blue enamel, with a green girdle.   Traces of enamel remain on the pedestal, and of red paint on the face.  The statue has blue eyes.   The cartuarly of Ásar church states in 1343 that the church posesses an enamel cross.
(Sett inn af Sigrúnu Blöndal, 26.1.2011)


Heimildir

Lilja Árnadóttir.  Kirkja og kirkjuskrúð.  (Ritstjórar Lilja Árnadóttir, Ketil Kiran).  Reykjavík, 1997.
    Lilja Árnadóttir.  Church and art.     (Editors: Lilja Árnadóttir, Ketil Kiran).  Reykjavík, 1997.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana