Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiBókfellsblað, sálmur
Ártal1300-1400

StaðurBær 1
ByggðaheitiHrútafjörður
Sveitarfélag 1950Bæjarhreppur Strand.
Núv. sveitarfélagHúnaþing vestra
SýslaStrandasýsla (4900) (Ísland)
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer4678/1900-11
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð30,7 x 19 cm

Lýsing

Bókfellsblað framan af saltara, st. 30,7x19,0 cm., með málaðri mynd á af krossfestingunni, með Maríu og Jóhannesi hjá, alt með skrautlegum litum og gyllingu; myndirnar eru helst í gotneskum stíl, en umgjörð um þær í rómönskum stíl og er þetta varla yngra en frá 14. öld. Er skrautlegt og vandað. Grunnurinn er með eins konar rúðóttu skrautverki, skipt um krossinn í 4 reiti með bláum og bleikum lit á víxl. - Á röndina uppi yfir er skrifað   Istud psalteriu pertinet domin (sic?) de Circholke ?. Bendir það á útlendan uppruna, en frá Bæ í Hrútafirði er það komið til safnsins.


Sýningartexti

Skinnblað framan af saltara, Davíðs sálmum, með mynd af krossfestingu Jesú og Maríu og Jóhannesi hjá, allt skrautlega litað og gyllt í gotneskum stíl. Komið til safnsins frá Bæ í Hrútafirði. Mun frá 14. öld.
4678

Skinnblað framan af saltara, Davíðs sálmum. Frá 14. öld.

Spjaldtexti:
Skinnblað frá 14. öld framan af Davíðssálmum, svonefndum saltara. Sýnir Maríu og Jóhannes hjá Kristi krossfestum. Frá Bæ í Hrútafirði.

Sheet of vellum of 14th century date, from the beginning of the Psalter, i.e., the Book of Psalms from the Bible.
The illustration depicts the Virgin Mary and St. John with Christ on the cross.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana