LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar

 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiVasaúr
Ártal1700-1750

StaðurSaurbæjarkirkja í Eyjafirði
Sveitarfélag 1950Saurbæjarhreppur Eyjaf.
Núv. sveitarfélagEyjafjarðarsveit
SýslaEyjafjarðarsýsla
LandÍsland

Hlutinn gerðiJacob Nic Witte
NotandiÞorsteinn Thorlasíus

Nánari upplýsingar

Númer3026/1888-32
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð5,1 cm
EfniGler, Málmur
TækniÚrsmíði

Lýsing

Vasaúr með gamalli gerð. Það er með, spinnilgangi, snakki og keðju (keðjuúr) og óróa ( spíralfjöður). Verkið er mjög vel smíðað, gylt og skrautlegt, gagnsagaðar og grafnar plötur á aptari kringlunni og yfir óróana. Úrskífan er hvít, smelt, með rómverskum tölustöfum og algengri gerð, en þó kúpt, og glerið yfir mjög kúpt, með sjettum fleti á miðju.  Það er lagt í silfur kassa, 5,1 cm. að þversm., og er umgjörðin með glerinu feld yfir hann: lamir á mótsvið framkringluna og verður kassinn því 2,3 cm. að dýpt, en þykt úrsins með gleri 3,3 cm.  Aptan eða neðan á kassanum er kringlótt lykilgat og er því lokað með smákringlu.  Halda, sporbaugsmynduð, er í kassaröndinni og eru lamirnar á mótsvið hana, en yfir Xll á skúffunni.  Um úrið er yfirkassi úr silfri, svo sem títt var um slík úr: hann er líkur innri kassanum, en þó grynnri, 2 cm. að dýpt undir lok, sem er að eins umgjörð ein eða kringur, er fellur að röngunum á glerinu og er skrautlega drifið eða stappað ( pressað ).  Með yfirkassa er úrið 6 cm, að þversm. og 3,4 að þykt. Á apturkringlum er grafið nafn smiðsins: JAKOB NIC, WITTE  COPENHAGEN.  Óróinn var fundinn upp ( af Huyghens ) 1674.

Úr þetta mun smíðað snemma á 18. öldinni eða jafnvel um 1700.  Það er frá Þorsteini Thorlasíus, bónda á Öxarfelli í Eyjafirði, sem lifir enn um
sextugsaldri.  Áður átti það faðir hans, síra Einar Thorlasíus, prestur í Saurbæ í Eyjafirði: hann komst á áttræðisaldur.  Þar á undan átti úrið
Hallgrímur Thorlasíus prestur í Miklagarði í Eyjafirði: hann varð 86 ára, fæddist 1760.  Úrið mun þó ekki hafa verið nýtt þegar hann eignaðist það,
heldur mun það vera, að sögu, frá afkomendum Þórðar biskups Þorlákssonar, því það er sama ættin.  Úrinu fylgir stór trjekassi ( færsla nr 3027) vandaður (S.V.).  Hann er með hurð fyrir og fótum undir, og burst yfir: smíðaður úr eik og (l)erki, litaður grænn, burstin þó ljós og með geislum úr spæni að framan: allur skygður.  Á hurðinni er kringlótt gat, 4,6 cm. að þversm., og er úrið felt í það, í innanverða hurðina og haldið í stilli þar með íholri trjeþynnu, sem fest er á hurðina innanundir úrið.

Kassinn er 19,5 cm. að h., 11,1 cm. að br. og 7,2 að þ.  Hann virðist varla gerður upprunalega fyrir þetta úr, því að holið aptaní hurðinni á ekki vel við það.  Hann mun vera frá því um 1820-30.  
Um gerð úra og úrsmíðissögu má vísa til góðrar greinar eptir Bering Lüsberg í „Salomonsens Konversationsleksikon“ , þar sem einnig er bent á ýmsar bækur og ritgerðir því viðvíkjandi.  F.N Witte varð meistari 1699: d. fyrir 24/4 1741.  Sjá um hann á bls.171 í bók Bring Lüsbergs, Urmagere og Ure i Danmark, Kh.1908.


Sýningartexti

Vasaúr frá um 1700, smíðað af F. N. Witte sem varð úrsmíðameistari í Kaupmannahöfn 1699. Verkið er með keðju til að jafna átak fjaðrarinnar (keðjuúr) og óróa (spinnilfjöður). Úrið var fyrst það vitað er í eigu séra Hallgríms Thorlaciusar í Saurbæ í Eyjafirði, d. 1846, en hann eignaðist það gamalt og að sögn var það í ætt forfeðra hans. Síðan átti úrið séra Einar Thorlacius í Saurbæ, sonur séra Hallgríms, og síðast sonur hans Þorsteinn Thorlacius bóndi á Öxnafelli. - Hin fyrstu vasaúr voru afarþykk, svo sem sjá má af þessu, þar sem verkið var heldur gróft. - Úrinu fylgir kassi (3027) til að hengja það í og hafa sem stofuúr.
3026

Vasaúr frá um 1700, smíðað af F. N. Witte sem varð úrsmíðameistari í Kaupmannahöfn 1699. Verkið er með keðju til að jafna átak fjaðrarinnar (keðjuúr) og óróa (spinnilfjöður). Var lengst af í eigu presta á Saurbæ í Eyjafirði á Norðurlandi. Hin fyrstu vasaúr voru afarþykk, svo sem sjá má af þessu, þar sem verkið var heldur gróft. - Úrinu fylgir kassi til að hengja það í og hafa sem stofuúr.

Spjaldtexti:
Vasaúr, danskt, frá fyrri hluta 18. aldar. Var fyrr í eigu séra Hallgríms Thorlaciusar í Saurbæ í Eyjafirði, d. 1846. Úrinu fylgir kassi til að hengja það í og hafa þannig sem stofuúr.

Danish pocket watch, early 18th century, formerly owned by Hallgrímur Thorlacius in Saurbær in Eyjafjörður, d. 1846. It can also be used as a clock, by hanging it in the accompanying case.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana