Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiÖskupoki

LandÍsland

GefandiMatthías Þórðarson-Dánarbú 1877-1961

Nánari upplýsingar

Númer1962-24
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð305 x 172 x 17,5 cm
EfniJárn

Lýsing

Úr aðfangabók:
Úr fórum Matthíasar Þórðarsonar: Fimm öskupokar (1962:24-28).
Öskupoki, saumaður úr hvítu silkitafti. Lengd hans 11 cm. Saumað er í með silkiþræði, ljósbláum, gulum og grænum, og frá pokaopi sami ljósblái silkiþráðurinn og í ísaumi, krókur á enda, og herpt er með þræði þessum við opið.

Úr Gersemar og þarfaþing: (Texti eftir Árna Björnsson)
„Í katólskum kirkjum var almennur siður að dreifa ösku á höfuð fólks sem iðrunarmerki við upphaf langaföstu. Af því er sprottið heitið öskudagur. Eftir siðaskipti varð öskudagurinn víða að ærsladegi og menn áttu meðal annars til að ausa hver annan ösku til háðungar við hinn katólska sið. Það virðist hins vegar séríslenskur gamansiður að hengja litla poka á náungann á öskudaginn. Engar heimilidir hafa fundist um samskonar siðvenju erlendis. Ástæðan er trúlega sú að hér voru lengst af engar borgir og slík gamanmál urðu að fara fram innan þröngra veggja.
Aska var upphaflega einungis í pokum þeim sem konur hengdu á karla, en steinvölur í hinum sem karlar hengdu á konur. Hið síðarnefnda mun vísun til þess að úti í Evrópu var bersyndugum konum stundum refsað með því að láta þær í háðungarskyni bera steina eftir aðalgötu þorpsins.
Elsta dæmi um öskupoka mun vera í kvæði sem eignað er Stefáni Ólafssyni í Vallanesi og ætti því að vera frá 17. öld. Annað dæmi er í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá miðri 18. öld. Fyrir tíma þéttbýlismyndunar fór þessi leikur fram innan hvers heimilis en á seinni hluta 19. aldar eru börn tekin að iðka hann á götum Reykjavíkur. Siðurinn færðist enn í aukana eftir að öskudagurinn var gerður að frídegi í skólum árið 1917.
Fyrrum voru pokarnir jafnan heimagerðir og gleði barnanna var ekki síst í því fólgin að útbúa þá sjálf. kringum 1920 fara þeir hinsvegar að sjást auglýstir í verslunum. Á þriðja og fjórða áratugnum fjölgaði mikið skrautlegum
öskupokum sem stundum voru hafðir næstum tómir og gjafvaxta stúlkur sendu í pósti i einskonar daðurskyni. Einnig voru nokkur dæmi þess að íþróttafélög létu búa til öskupoka með merki sínu og seldu þá í ágóðaskyni.“

Árni lýsir svo pokunum sem mynd er af í G&Þ. Á myndinni eru 6 pokar: Einfaldir að gerð og líklega saumaðir eða límdir saman af börnum. Pokarnir eru úr silkitafti, silkisatíni, kjólaefni og krep-pappír. Á einn er saumað ártalið 1924, á annan límt hjarta og klippt kögur.
(Sett inn af Sigrúnu Blöndal, 7.9.2010)

Heimildir

Árni Björnsson. Hræranlegar hátíðir. Reykjavík 1987, bls. 78-93.
Árni Björnsson. Saga daganna. Reykjavík 1993, bls. 569-583.
Árni Björnsson.„ Öskupokar.“ Gersemar og þarfaþing. Reykjavík 1994, bls. 210-211.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana