Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiÖskupoki
Ártal1922

LandÍsland

GefandiMatthías Þórðarson 1877-1961

Nánari upplýsingar

Númer8470-2/1922-15
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð8,5 x 7 cm
EfniSilki
TækniTækni,Textíltækni,Saumur

Lýsing

Öskupokar 2 úr silki, nýir, l. um 8,5, br. um 7: annar gulrauður, hinn blágrár og saumað í ártalið 1922 með grænu silki.  -Svofeld skýrsla er með: Það er gamall íslenskur siður á öskudaginn, að stúlkur láti pilta bera öskupoka, helst yfir 3 þröskulda og þannig að þeir viti ekki af því fyr en eptirá. Venjulega voru öskupokarnir 1-2 þuml. að l., stundum stærri, óvandaðir, úr tuskum, með tvinnaenda og krók á: var þeim krækt aptaná í laumi. -Á sama hátt ljetu piltar stúlkur bera poka með steini í eða norruðu þær til að bera stein, t. d. brýni. - Fyrir fáum árum tóku stúlkur í Reykjavík upp á því, að gera öskupokana úr skrautlegu efni, t.d. silki, og stundum saumuðu þær þá út, með blómum o. fl. Slíka poka þótti piltum varið í að fá: skreyttu þeir sig með þeim og hengdu þá síðan á veggina í herbergjum sínum. Var askan látin í brjef í pokanum. Slíka öskupoka er nú (1922) farið að sýna í búðargluggum og selja í búðum. -Áður þótti hneisa að bera öskupoka, og þykir nú raunar enn, úti við: en nú er eins og sumum sveinum þyki fremd í að hafa fengið fína öskupoka af einhverri yngismey. Alt er þetta vitanlega í spaugi. - Næsta ár fór að tíðkast að senda slíka öskupoka í brjefum með bæjarpósti.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana