LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiKirkjuhurðarhringur
Ártal1700-1800

LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer2872/1886-145
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð9,9 x 1,3 cm
EfniKopar
TækniMálmsteypa

Lýsing

Kirkjuhurðarhringur, steyptur úr kopar, sívalur og sljettur, 1,3 cm. að þverm. , vídd 9,9 cm. að innanmáli þversum: festur á ferstrent hald, sem hefur gengið gegnum hurðina, er 10,2 cm. að l. alls, en 3,8 milli hnúðanna eða haussins og naglagatsins innanvið. Virðist varla eldri en frá 18. öldinni og er vafalaust íslenskur. Með honum er drifin látúnsskjöldur og hefur hann verið negldur á hurðina með 6 nöglum : hefur haldið gengið gegnum hann miðjan. Skjöldurinn er 17,6 cm. að þverm. Á honum er drifin mynd af mönnunum, sem Ísraels synir fengu til að bera vínberjaklasann, er þeir skáru af við Escolslæk  og höfðu með sjer til að sýna ágæti hins fyrirheitna lands, sbr. 4. bók Mósesar, 13. kafli. Bera mennirnir klasann, sem er óeðlilega stór, hálf mannhæð að lengd, á stöng, er þeir hafa á herðum sjer: halda þeir stönginni með vinstri hendi, en styðja við klasann með hinni. Kringlan er sýnilega með útlendu, þýsku verki og virðist vera miðja úr botni af skírnarfati: sbr. nr. 4911, skírnarfat með mynd af sama atburði, en sú mynd er stærri en þessi og fatið öðruvísi myndað en það fat hefur verið, sem þessi  botnkringla mun vera úr. Skírnarfat þetta hefur varla verið yngra en frá 16. öld.  Í þjóðsögum Jóns Árnasonar I. bls. 149, er sú sögn um hring þennan ( og kringluna ), að hann sje úr hofhurðinni á Akri í Hvammsveit, en sagður er hann þá vera í kirkjuhurðinni í Hvammi. Er myndinni lýst þar af nokkrum misskilningi og munnmælin um uppruna hans vitanlega tómur tilbúningur.  Sbr. ennfr. Aut. Ann. 3. b. ,bls. 186.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana