LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiSax
Ártal1200-1400

StaðurBergálfsstaðir
ByggðaheitiEystrihreppur
Sveitarfélag 1950Gnúpverjahreppur
Núv. sveitarfélagSkeiða- og Gnúpverjahreppur
SýslaÁrnessýsla
LandÍsland

GefandiVigfús Ófeigsson

Nánari upplýsingar

Númer120/1864-78
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Fundaskrá, Lausafundir
EfniJárn
TækniJárnsmíði
FinnandiVigfús Ófeigsson

Lýsing

Gamalt sverð. Vigfús fann það í fjallgaungum haustið 1863 á sléttum mel á víðavángi nálægt Bergólfstöðum (eyðijörð) í Þjórsárdal, og sást þar engi vottur fyrir mannvirkjum, dysi eða beinaleifum. Sverð þetta var alveg heilt, er það fannst, en oddurinn hefir brotnað af því af slysum. Þó má sjá allt lag þess, er oddurinn er lagður við. Meðalkaflinn er 4 þumlúnga lángur, og hefir breitt járn eða tángi gengið eptir meðalkaflanum endilaungum, og þar utaná á báða vegu hafa verið negldar kinnar, líkt og á borðkníf, hafa þær verið negldar með þremur eirnöglum, og standa tveir eptir. Kinnarnar eru að mestu leyti fúnaðar burt. Hnúðurinn aptaná er nokkuð flatur, og breiðari að aptan. Hjöltun eru 5 1/2 þumlúngs laung, ferstrend í miðju, en sívöl til beggja enda. Þvers í gegnum hjöltun gengur lángur nagli, og er hann spaðalagaður handarbaks megin, þá haldið er um sverðið. Blaðið er eineggjað, 2 þumlúngar og 1 lína á breidd við hjöltun, en 28 1/2 þumlúngur á lengd. Eptir því endilaungu gengur hryggur. Sverðið er þunnt og lipurt: það er að mestu beint í bakkann, en þó heldur lítið eitt fatt og sniðiloddað. Brandurinn á sverði þessu er líkur því, er tíðkaðist í heiðni, en hjöltun eru frábrugðin, og eins löguð hjölt sjást á þjóðverskum og frakkneskum sverðamyndum frá 1123-1400. Þegar á allt lag sverðsins er litið, er mér næst að halda, að sverðið sé frá því síðast á Sturlúngaöld.

Heimildir

Gísli Gestsson og Jóhann Briem: Byggðaleifar í Þjórsárdal. Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1954.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana