LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiInnsigli, óþ. hlutv. + hlutv.
Ártal1539-1593

Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla (2500) (Ísland)
LandÍsland

GefandiStiftsyfirvöld Íslands

Nánari upplýsingar

Númer4390/1897-29
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð3,4 x 3,5 cm
EfniSilfur
TækniTækni,Málmsmíði,Málmsteypa

Lýsing

Innsigli Íslands úr silfri frá árinu 1593.

Úr Hundrað ár í Þjóðminjasafni: (Kristján Eldjárn)
Árið 1897 afhentu stiftsyfirvöldin safninu vandað og efnismikið innsigli Íslands frá 1593. Það er kringlótt plata. 3,5 sm í þvermál. Ofan á innsiglinu er 3,4 sm hátt handfang, sem leikur á þolinmóð og hægt er að leggja út af til annarrar handar. Bæði handfangið og efra borð signetsplötunnar eru með gröfnu skrautverki, einkum einföldum og hreinlegum akantuskynjuðum blöðum. Á innsiglisfletinum sjálfum er yzt leturband allt í kring, afmarkað með hringum, en á kringlótta reitum innan í leturbandinu er skjöldur og á honum miðjum er afhausaður fiskur. sem snýr sporði niður, en strjúpa upp, og kóróna þar fyrir ofan. Á skildinum eru fjórir tölustafir, tveir hvorum megin við fiskinn, ártalið 1593. Á leturbandinu stendur: SIGILLVM: INSVLÆ: ISLANDIÆ, þ.e. innsigli eyjunnar Íslands, svo að um ekkert er að villast: Hér er komið innsigli landsins með hinu forna merki þess, hinum krýnda þorski. Var innsiglið síðast í vörzlu amtmannsins sunnan og vestan, þar áður hjá stiftamtmanni og enn þar áður hirðstjóra.
(Sett inn af Kára Gunnlaugssyni, 07.09.2010)

Sýningartexti

Innsigli Íslands úr silfri frá 1593, hið elsta varðveitta og líklegast hið fyrsta sem gert var. Í innsiglinu er flatti þorskurinn, sem fyrst sést í skjaldarmerki Íslands 1589 og var þar allt til 1904. Þá kom fálkinn kom í hans stað er Íslend fékk innlendan ráðherra.
4390

Innsigli Íslands frá 1593, líklegast hið fyrsta sem gert var. Í því er flattur þorskur, sem var síðan í merki Íslands allt til 1904 er fálkinn kom í stað hans.

Spjaldtexti:
Þrjú signet, innsiglisstimplar, tvö úr tönn og eitt úr silfri. Silfurinnsiglið er frá 1593 og er líklegast fyrsta innsigli landsins. Það ber áletrunina Innsigli eyjarinnar Íslands á latínu. Danakonungur fékk það embættismönnum sínum hér til að þeir mættu fullgilda erindisbréf til stjórnarinnar í Kaupmannahöfn.

Three seals: two made from marine mammal tooth, one made of silver. The silver seal, which dates from 1593 ad, is probably Iceland’s first seal. It is inscribed in Latin Sigillum insulae Islandiae (Seal of the island of Iceland). Royal officials in Iceland received such seals for use on their official correspondence with the government in Copenhagen.

Heimildir

Einar Laxness. Saga Íslands III s-ö. Reykjavík 1995, bls. 42 og tilvitnuð rit á bls. 175.
Kristján Eldjárn. "Sigillum insulae Islandiae." Hundrað ár í Þjóðminjasafni. Reykjavík 1962, 34. þáttur.
Matthías Þórðarson. "Skjaldarmerki Íslands. Nokkrar athugasemdir." Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1915.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana