Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiVerndargripur, til töfra og galdra
Ártal1500-1800

StaðurBergþórshvoll
ByggðaheitiLandeyjar
Sveitarfélag 1950V-Landeyjahreppur
Núv. sveitarfélagRangárþing eystra
SýslaRangárvallasýsla (8600) (Ísland)
LandÍsland

GefandiJón Jónsson Skagan 1897-1989

Nánari upplýsingar

Númer9276/1926-139
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Fundaskrá, Fundaskrá_Lausafundir
Stærð16,9 x 2,1 x 0,8 cm
EfniFura
TækniTækni,Útskurður
FinnandiJón Jónsson Skagan

Lýsing

Verndargripur, smáspýta með hinni alkunnu verndarsetningu á: Sator arepo tenet opera rotas, skorinni með rúnaletri á, annars vegar, en hins vegar er rúnastafrof. Spýtan er úr furu, l. 16,9, br. 2,1 mest, og þ. 0,8. Göt eru á öðrum ef til vill naglagöt og kann spýtan að hafa verið rim í lár, er til vill göt fyrir band, sem hún hefu verið fest við sig með eða því um líkt. Rúnastafrofið er þannig: ( Rúnaletur óskrifhæft í D. P., AEG.). Meira hefur ekki verið skorið þeim megin, og er þó rúm fyrir meira. En hins vegar er setningin : (Rúnaletur óskrifhæft í D. P., AEG:).   Þessi þula eða töfravers var mjög fjölhæf, en hjer á landi mun það hafa verið kunnast sem varnarmeðal eða heilbrigðis við gulu. Sbr. Þjóðsögu Jóns Árnasonar, I, bls. 49. Um notkun þessarar töfarformúlu erlendis sjá Meyers Konversation Lexikon, 5. útg., XV. f. bls. 298, og ritgerðir, sem þar er vísað til.  Afhent af Þjóðminjaverði, en honum af prestinum, sjera Jóni Skagan, á Bergþórshvoli, þar á staðnum nokkru fyr.  Eru þessi 3 nr., 9274 - 76, skrásettir þennan dag, 28/11., því að þá afhenti prestur til safnsins eptirfylgjandi nr., sem komið höfðu upp við kjallaragröptinn  á Bergþórshvoli síðastliðið sumar, 9277 - 86. Spýtan fannst um 1 m. í jörðu þar undir, sem nú var síðast smiðjan, miðhúsið þeirra þriggja er þar stóðu, sem kjallari nýja hússins var grafinn austan við stafn og önnur íveruhús manna, sjálfan aðalbæinn: næst honum stóð skemma, en fjærst, næst  tröðum, hjallur.


Sýningartexti

Rúnakefli, fundið í jörðu á bæjarstæðinu á Bergþórshvoli, talið frá 16. - 18. öld. Á því er annars vegar rúnastafrófið: fuþark... en hins vegar alkunn töfraþula: sator arepo tenet opera rotas, stöfunum raðað saman til að orðin megi lesa á ýmsa vegu en hafa ekki beina merkingu. Þulan mun hafa þótt vörn við gulu og hefur keflið líklegast verið borið sem verndargripur.
9276

Rúnakefli, fundið í jörðu á Bergþórshvoli, sem þekktur er úr Njáls sögu, en keflið mun þó ekki eldra en frá 16. - 18. öld. Á því er rúnastafrófið og alkunn töfraþula: sator arepo tenet opera rotas, og mun þulan hafa verið talin vörn gegn gulu.

Spjaldtexti:
Rúnakefli sem fannst á Bergþórshvoli með rúnastafrófi og vel þekktri töfraklausu. Frá 16.–18. öld.

Rune stick carved with the runic alphabet and a magical spell, 16th–18th century.


Heimildir

Kristján Eldjárn og Gísli Gestsson. "Rannsóknir á Bergþórshvoli." Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1951-52. Reykjaví 1952, bls. 5 - 57. Um keflið er fjallað á bls. 11.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana