LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar

 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiSverð
Ártal900-1000

StaðurSílastaðir
ByggðaheitiKræklingahlíð
Sveitarfélag 1950Glæsibæjarhreppur
Núv. sveitarfélagHörgárbyggð
SýslaEyjafjarðarsýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer13736/1947-154
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munir, Fundaskrá
Stærð86 cm
EfniJárn
TækniJárnsmíði
FinnandiKristján Eldjárn

Lýsing

Sverð, vel varðveitt, lengd 86 sm, þar af er brandurinn 74 sm. Hjöltin eru því sem næst bein, séð frá hlið, fremra hjalt 10.8 sm, efra 8 sm á lengd. Bæði eru þau sporöskjulaga neðan frá séð, hið fremra jafnvel bátlaga. Þessi atriði og eins hitt, að fremra hjalt er örlítið bogadregið, sýnir, að sverðið ber að telja til Q-gerðar Jan Petersens, Sverd, bls. 137, 111. mynd. Mun það þó líklega vera með hinum elztu þeirrar gerðar og mjög nærri M-gerð. Meðalkafli sverðsins er 8.2 cm á lengd, breiðastur fremst. Á tanganum eru kinnar úr tré, sem að framan eru þannig festar, að þeim er stungið inn undir fremra hjalt, en við efra hjalt eru þær vafðar með þræði. Brandurinn er 6 sm breiður efst, en mjókkar frameftir. Hann er í slíðrum úr tré, sem klætt hefur verið utan um fíngerðum dúk (úr líni), en utan yfir því hefur verið skinn. Á nokkrum stöðum hefur verið bundið utan um slíðrin, og 12 sm neðan við op þeirra hefur verið bundið utan um slíðrin, og 12 sm neðan við op þeirra hefur verið spöng úr járni, líklega til að festa sverðsfetilinn við. Döggskór hefur verið úr skinni, mjög lítill. Á hjöltum, einkum hinu efra, sjást vefnaðarleifar með greinilegri vaðmálsvend. Sverðbrandurinn hefur brotnað á þremur stöðum og meðalkaflinn á einum stað. - Fannst í 4. kumli í Sílastöðum, fyrir framan manninn, þannig að hjölt þess námu við andlit hans.  Sjá: Kuml og Haugfé, bls. 263-276.


Heimildir

Kristín Huld Sigurðardóttir: "Haugfé. Gripir úr heiðnum gröfum." Hlutavelta tímans. Menningararfur á Þjóðminjasafni. Rvk. 2004. Bls. 64-75, sverð bls. 70-71).
Kristján Eldjárn: "Fornmannagrafir að Sílastöðum." Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1954. Rvk. Bls. 53-68.
Sami: Gengið á reka. Akureyri 1948. Bls. 45-53.
Sami: Kuml og haugfé. Reykjavík 2000, bls. 181-184 og 326-27.
Jan Petersen: De norske Vikingesverd. Videnskapsselskapets skrifter II. Kristiania 1919. Mynd 111, bls. 137.
Th. Petersen: "Baandformet omvikling av sverdskeder i vikingetiden." Oldtiden VII. 1918. Bls. 165-69.
S. Grieg: "Gjermundbufunnet." Norske Oldfund VIII. Oslo 1947. Bls. 31.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana