Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiAltaristafla
Ártal1600-1700

StaðurHraungerðiskirkja
Annað staðarheitiKirkjan
ByggðaheitiFlói
Sveitarfélag 1950Hraungerðishreppur
Núv. sveitarfélagFlóahreppur
SýslaÁrnessýsla (8700) (Ísland)
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer4881/1901-105
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
EfniViður
TækniTækni,Trésmíði

Lýsing

Úr aðfangabók:
Altaristafla úr tré.  Frá Hraungerðiskirkju í Árnessýslu.  Það er skáptafla með 2 hurðum fyrir og útskorinni krossfestingarmynd í.  Skápurinn er einfaldur, ferhyrndur skápur, h. 119 cm., br. 101,5 cm., d. 27,5 cm. að utanmáli.  Hann er úr furu, málaður rauður utan, en dökkgrár að innan.  Í hurðunum eru spjöld, 1 á hvorri, og máluð á ein mynd hvoru megin: að utan eru postularnir Páll og Jóhannes, með sverð og kaleik, er smádreki flýgur uppúr: en að innan er Kristur og kvenmynd, sem á víst fremur að vera táknmynd fyrir kirkju hans en mynd af móður hans.  Þessar myndir eru fremur vel málaðar, en engin snildarverk.  Þær eru málaðar með olíulitum á trjeð og ekki settur undirhvíti undir.  - Krossfestingarmyndin er ágætlega gerð, einstaklega lifandi og átakanleg.  Krossinn er í miðju, vinir Krists til vinstri, þ.e. hægri hlið honum, María móðir hans, Jóhannes og María frá Magdala eru fremst, en bakvið þau 2 konur (líkl. María, móðir Jakobs, og Salóme) og (blindi) maðurinn, sem rjetti Jesu njarðarvöttinn með edikinu.  Við vinstri hlið Krists eru 10 myndir nú, og 1 er til laus, sem mun hafa verið þeim megin: eru það þeir hundraðshöfðinginn og annar fyrirliði, fremstir, 1 af lærifeðrunum, hermenn og fleiri rómverjar.  Myndirnar eru allar útskornar úr eik, hátt upphleyptar myndir, og málaðar eðlilegum litum, snildarvel.  Búningarnir á rómversku yfirmönnunum virðast bygðir á þeirri fræðslu um slíkt, er helst mætti vænta frá 17. öld í Hollandi eða á Þýskalandi og mun taflan vera frá þeim tíma.  Annars bera flestar persónurnar, þær sem eru á hurðunum einnig, kyrtil og kápu að forngrískum og rómverskum sið.  Róðan er helst með gotnesku lagi, en þó er settur sinn naglinn í hvorn fót.  Fyrir framan krossinn vantar 1 stykki í útskurðinn, en leggir og hauskúpa eru sýnd á því sem er.  - Þegar taflan kom til safnsins var útskornu myndunum skipað mjög skakt í skápinn, þær til hægri, sem nú eru til vinstri sumar, o.s.frv.  Nú mun þeim rjett komið fyrir, en 1 fær sjer engan stað, enda er fleira sem bendir á að skápurinn hafi ekki verið um þessar myndir frá upphafi þeirra, en að þær hafi verið fyrrum í öðrum skáp.  Þessi tafla eða brík var áður í Hjálmholtskirkju, sem var lögð niður 29. III. 1805.  Þar hafði hún verið frá ca. 1753: þá var kirkjan flutt þangað frá Oddgeirshólum, og bríkin fengin frá útlöndum, kölluð útlendsk í visitatiu Finns byskups Jónssonar 6. sept. 1756.  - Sennilega hefir bríkin þá verið máluð öll og sett í það ástand eða svipað, sem hún var í, er hún kom til safnsins, og að líkindum erlendis, þ.e. í Höfn.  En hinar útskornu myndir eru eldri.


Heimildir

Þjóðminjasafnið - Svona var það.  Byggt á Leiðarvísi fyrir Forngripasafnið frá 1914 eftir Matthías Þórðarson.  Reykjavík, 2003.
   Kirkjur Íslands. 2. bindi.  Ritstjórar:  Margrét Hallgrímsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Karl Sigurbjörnsson.   Reykjavík, 2002.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana