Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiEldstál
Ártal900-1200

StaðurHrauntunga
ByggðaheitiSuðurárbotnar
Sveitarfélag 1950Skútustaðahreppur
Núv. sveitarfélagSkútustaðahreppur
SýslaS-Þingeyjarsýsla (6600) (Ísland)
LandÍsland

GefandiDaniel Bruun 1856-1931

Nánari upplýsingar

Númer4542-a/1899-6
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Fundaskrá, Fundaskrá_Lausafundir
Stærð5 x 0,6 cm
EfniJárn
TækniTækni,Málmsmíði,Járnsmíði

Lýsing

Ýmislegt járnarusl, ókennilegt, þar á meðal lítið járn, er líkist eldstáli í laginu. Frá Hraunatungu. 1) Þetta eru 6 stykki. a. Eldstál, 5 cm. að l. og 6 mm. að br. um miðju, endarnir mjórri og beygðir á rönd upp og sveigðir saman og smákringla á hvorum; er þannig myndað handfang; verður breiddin öll 2 cm. í miðju. b. Ferstrendur teinn, boginn í annan enda; kann hafa verið öngull, en agnhaldið þá af; l. 7,2 cm.  c. Hestskónagli, 3,6 cm. að l. d.-e. 2 naglar hauslausir, 3,4 og 5,2 cm. að l. f. Járnþynna lítil með smágati. 1) Sennilega er hjer átt við Hrauntungu; sbr. Árb. 1898, fylgirit, bls 70-71.


Sýningartexti

Eldstál og tinna til að kveikja með eld. Tenntu stálinu var slegið við tinnumola og hrukku þá neistar í spæni eða annað sem sem auðveldlega tók eld. Slík eldfæri voru þekkt á öllum öldum, en óvíst er hvort hægt var að slá eld við innlenda tinnu. Eldtinna var innflutt og finnst oft á gömlum bæjarstæðum. Þessir hlutir fundust í fornum bæjarrústum í Hrauntungu fram af Bárðardal þar sem búið hefur verið snemma á öldum en byggð lagst brátt af, líklegast fyrir 1200. 4542Eldstál og tinna, sem eldur var kveiktur við. Fundið í fornum bæjarrústum á Norðausturlandi., líkl. frá 10. -12. öld Spjaldtexti: Eldur var kveiktur með eldstáli (a) sem slegið var við tinnustein og neistarnir látnir falla í tundur, eldfimt efni sem eldur tendraðist af. The lamp was lit by striking a spark from a flint flake (a) to light tinder.


Heimildir

Daniel Bruun. Íslenskt þjóðlíf í þúsund ár. Reykjavík 1987, bls. 242 - 243. Kristján Eldjárn. Kuml og haugfé. Reykjavík 2000, bls. 405 - 406.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana