Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiAltaristafla
Ártal1771

StaðurUpsir
ByggðaheitiUpsaströnd
Sveitarfélag 1950Dalvíkurhreppur
Núv. sveitarfélagDalvíkurbyggð
SýslaEyjafjarðarsýsla (6500) (Ísland)
LandÍsland

Hlutinn gerðiHallgrímur Jónsson

Nánari upplýsingar

Númer4794/1901-14
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð80 x 70 cm
EfniViður
TækniTækni,Trésmíði

Lýsing

Altaristafla frá Upsakirkju í Svarfaðardal.  Tafla þessi er úr tré og er tripthychon þ.e. þrískift með vængjum, hún er (lokuð) 80 sm. á breidd og 70 sm. á hæð með útstandandi bryggju (lista) að ofan.  Á aðaltöfluna er máluð kvöldmáltíðin: Jesús í miðjunni með gloriu um höfuðið (gerða í hvasshyrndum ferhyrning og þar af 3 hornin sýnileg) og lærisveinarnir til beggja hliða, Pétur situr við hægri hönd frelsarans, hallast upp að honum og heldur á 2 lyklum í hægri höndinni.  Fyrir ofan kvöldmáltíðina stendur DNJ JESU (sie) X ti SACRA CÆNA málað með hvítum stöfum, en fyrir neðan hana: Templo Uppsensi ad Ornamentum 1771.  Efst á myndinni eru máluð dyratjöld með snúrum (kvöstum) niður úr.  Vængirnir eru á hjörum og er á annan þeirra að innanverðu málaður maður með fjöðurstaf (?!) í hægri hendi og uppfletta bók við hlið sér, glóríu fyrir höfði og þar upp yfir með hvítum stöfum S. Johannes á rauðum grunni, þar upp af er grunnurinn blár (himininn) með ljósleitum rákum (skýjum).  Neðst er tígulmyndað gólf með rauðum og bláum reitum.  Við fætur guðspjallamannsins stendur örninn.  Á vængnum utanverðum er málaður Markús guðspjallamaður með líkum hætti og að innan verðu.  Við fætur hans liggur ljónið: fyrir ofan höfuð hans stafirnir: S: MARC?  Á hinn vænginn er á sama hátt málaður S: Lucas með nautið að innanverðu, og hinu megin S: Mattheus.  Allir hafa guðspjallamennirnir bækur og ritfæri hjá sér, og allir eru þeir eins klæddir, í rauðum, bláum eða grænum kirtlum með rauðar eða grænar skikkjur utan yfir.  Altaristafla þessi er illa máluð, sagt er að hana hafi málað Hallgrímur, bróðir séra Gunnars eldra í Laufási.        1) Á lofti.


Heimildir

Kristján Eldjárn. "Upsakirkju til skrauts." Hundrað ár í Þjóðminjasafni. Reykjavík 1962, 38. þáttur.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana