Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiKrossmark, sem skartgripur
MyndefniKristsmynd, Krossfestingin
TitillUpsakristur
Ártal1100-1200

StaðurUpsir
ByggðaheitiUpsaströnd
Sveitarfélag 1950Dalvíkurhreppur
Núv. sveitarfélagDalvíkurbyggð
SýslaEyjafjarðarsýsla (6500) (Ísland)
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer4795/1901-15
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð107 x 80 cm
EfniViður
TækniTækni,Útskurður

Lýsing

Úr aðfangabók:
Krossmark úr tré frá Upsakirkju í Svarfaðardal.  Þetta er róðan, Krists - myndin sjálf 1): hún er að h. alls 107 cm. og faðmlengdin 80 cm.  Hún er útskorin úr birki, ef til vill íslenzku: mestur gildleiki er 15,3 cm. um brjóst og 14 cm. um hnje.  Armar eru festir við, en að öðru leyti er myndin öll, með kórónu á höfði og stalli undir fótum, eintrjáningur.  Kórónan hefir verið hærri, en brotnað hefir ofan af henni, og sömuleiðis framan af fingrunum.  Á mörgum stöðum vottar fyrir málningu, rauðbrúnni á fótstalli og fótum, hári og skeggi.  Á mittisskýlunni, sem fest er um mittið með mittisbandi eða belti, vottar sums staðar fyrir sömu málningu, en sums staðar sjást þó örlitlar leifar af bláleitri málningu.  Á kórónunni virðast vera leifar af grænleitri málningu.  Skegg og hár er kembt mjög reglulega, yfirskeggið nær aptur með kinnunum nær því upp undir eyru.  Niður á herðar og brjóst liðast fagursnúnir lokkar.  - Er þetta ekki sjerstakt fyrir þessa mynd, heldur algengt á fornum myndum með þessari gerð, og þessi mynd hefir öll venjuleg einkenni hinna fornu krossa með rómanskri gerð, kóróna, en ekki þyrnisveigur á höfði, stallur undir fótum og þeir aðgreindir og hvor negldur sjer, en ekki negldir saman með sama naglanum, armar beinir út-, en ekki uppávið, mittisskýla breið, nær niður á hnje og er fest með belti.  Kristur er sýndur lifandi, með opin augu og upprjettu höfði.  Síðusár er ekki sýnt með skurði: hefir, máske, verið málað.  - Mindin virðist vel geta verið nær jafngömul kristninni hjer á landi og naumast vera yngri en frá annari öld kristninnar hjá oss.  - Ekki mun til vera jafnforn kross annar með líkri gerð hjer á landi.  - Kross þessi hefir ekki verið hafður frammi á altarinu nje heldur verið borinn fyrir.  Hann kann að hafa verið yfir kórdyrum, en mestar líkur virðast þó vera til þess, að hann hafi verið yfir og uppaf altarinu aptast.  - Róðan er að mestu leyti hálfmynd eða hátt upphleypt mynd: höfuðið er alt myndað og lútir dálítið.  Fótleggir eru og heilir og lausir við krosstrjeð: annars er róðan flöt að aptan og hol.  - Myndin kann að hafa verið gerð hjer: kann efnið að benda til þess og gæti það komið í ljós við nákvæma rannsókn á því.  - Sbr. Árb. 1914, bls. 30 o.s.frv. með mynd bl.               1) Krossinn sjálfan ljet jeg smíða og skrúfaði myndina á 13. VIII. 1908.      MÞ.      2) u. á loft.

Church and art (Þóra Kristjánsdóttir):
Christ
A figure of Christ from a crucifix, carved from a birch log.   The figure is in pure Romanesque style.   The crucified Christ holds his head upright, has his eyes open and wears the crown of a king.   He stands on a step or pedestal, with one nail in each foot.    He wears a knee-length loincloth.   The statue was originally painted, and traces of paint remain in places in the hair, beard, legs and pedestal.
(Sett inn af Sigrúnu Blöndal, 26.1.2011)


Heimildir

Kristján Eldjárn. „Ufsakrossinn og fleiri íslenzkir róðukrossar“. Gengið á reka. Akureyri 1948, bls. 148 - 183.
    Þóra Kristjánsdóttir.  Kirkja og kirkjuskrúð.  (Ritstjórar Lilja Árnadóttir, Ketil Kiran).  Reykjavík, 1997.
     Þóra Kristjánsdóttir.  Church and art.     (Editors: Lilja Árnadóttir, Ketil Kiran).  Reykjavík, 1997.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana