LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar

 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiKrossmark
Ártal1500-1600

StaðurStaðarkirkja í Steingrímsfirði
ByggðaheitiStaðardalur í Steingrímsfirði
Sveitarfélag 1950Hrófbergshreppur
Núv. sveitarfélagStrandabyggð
SýslaStrandasýsla
LandÍsland

GefandiGuðmundur Gísli Sigurðsson 1834-1892

Nánari upplýsingar

Númer262/1865-70
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð17 x 3,5 cm
EfniViður
TækniÚtskurður

Lýsing

Úr aðfangabók:
Krossmark úr tré. Það hefir verið málað, og er með gylltum dúk um miðjuna og gylltri þyrnikórónu. Það er frá fimtándu eða sextándu öld. Það hefir, að því er sira Guðmund minnir, fundizt undir gólfþiljum Staðarkirkju, er hún var gjör upp síðast.

Kirkjur Íslands, 7.bindi, bls. 125-6:
Róða, mynd Krists á krossi [...], mjög lítil, hæð aðeins 17cm, en vantar nú handleggina og krossinn sjálfan. Myndin hefur verið máluð og lendaklæðið og þyrnikórónan gyllt. Róðan er í gotneskum stíl, og talin helzt frá 15. eða 16. öld, gæti verið gerð með róðu af Limoges-krossi sem fyrirmynd. Myndin er sögð fundin udnir gólfþiljum kirkjunnar, þeirrar er rifin var 1855.

Churches in Iceland:
Crucifix [...] in the Gothic style. Believed to date from the 15th or 16th century. Height of cross 17 cm. Found beneath the church which was demolished in 1855.
(Sett inn af Sigrúnu Blöndal, 29.4.2011)


Sýningartexti

Kristsmynd, róða af krossi, úr tré, hefur verið máluð, lendaklæði Krists er gyllt og hann ber gyllta þyrnikórónu. Frá 15. eða 16. öld, fannst undir gólfi Staðarkirkju í Steingrímsfirði.

Spjaldtexti:
Kristsmyndir af róðukrossum, krossar og krossfestingarmynd. Sumt er úr kirkjum en annað verndargripir sem fólk hefur borið á sér.

Crucifixes, some from churches, others worn as talismans.


Heimildir

 Kirkjur Íslands. 7. bindi.   Ritstjórar: Jón Torfason, Þorsteinn Gunnarsson.   Reykjavík, 2006.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana