Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiKirkjulíkan
Ártal1900-1901

StaðurStóra-Núpskirkja
Annað staðarheitiKirkjan
ByggðaheitiEystrihreppur
Sveitarfélag 1950Gnúpverjahreppur
Núv. sveitarfélagSkeiða- og Gnúpverjahreppur
SýslaÁrnessýsla (8700) (Ísland)
LandÍsland

Hlutinn gerðiGuðmundur Jónsson

Nánari upplýsingar

Númer4803/1901-23
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
EfniViður
TækniTækni,Trésmíði

Lýsing

Úr aðfangabók:
Sýnishorn af Stóranúpskirkju, smíðað af Guðmundi Jónssyni  á  Baugstöðum [í Flóa], bróður Brynjólfs fræðimanns Jónssonar frá Minnanúpi, veturinn 1900 - 1901.  Til er áður í safninu sýnishorn af sömu kirkju (Nr. 4101) og mun nægja að vísa til lýsingar þeirrar, sem þar er gefin og hinnar prentuðu lýsingar í Árbók fornleifafélagsins 1897 bls. 25 - 28.  Þó skal þess getið, að þetta sýnishorn er talsvert fullkomnara og vandaðra að öllum frágangi en hið fyrra; þannig er á fyrra sýnish. að eins sýnd grindin, dyr, gluggar og rambhöld og 2 fjalir úr framþili, en á þessu súðklædd öll önnur hliðin og þiljaðir báðir stafnar, annað útskotið klætt og sýndir stólar á kirkjugólfi.  Er þetta hið bezta sýnishorn sem til er af þessari merku kirkju og tekur í ýmsum greinum því fram, sem sent var á Parísarsýninguna eftir sama mann.

Kirkja og kirkjuskrúð - Miðaldakirkjan í Noregi og  á Íslandi - Samstæður og andstæður (Texti eftir Hjörleif Stefánsson)
Líkan af Stóra-Núpskirkju
Árið 1771 var reist á Stóra-Núpi í Gnúpverjahreppi seinasta útbrotakirkja sem byggð var á Íslandi.   Smiður var Ámundi Jónsson, lærður vefari og sigldur smiður, og skreytti hann kirkjuna með útskurði og málverki.   Kirkjan var rifin árið 1876 og í stað hennar reis önnur.  Í Þjóðminjasafni eru varðveittir margir gripir úr kirkjunni auk útskorinna byggingarhluta.  Útbrotakirkjur með torfþekju voru m.a. frábrugðnar timburkirkjum að því leyti að sami þakflötur  var yfir miðskipi og hliðarskipi.   Miðskip timburkirkna var hins vegar hærra en hliðarskipin og yfir útbrotunum voru skúrþök út frá hliðarveggjum miðskipsins sem var með söðulþaki.  Bryjólfur Jónsson frá Minna-Núpi, sem starfaði fyrir Fornleifafélagið um árabil, þekkti vel til Stóra-Núpskirkju.   Um tveimur áratugum eftir að hún var rifin lét hann smíða af henni þrjú líkön, [...].
(Sett inn af Sigrúnu Blöndal, jan. 2011)

Church and Art (written by Hjörleifur Stefánsson):
Model of the church at Stóri-Núpur, Árnessýsla
In 1771, the last basilica-type turf church in Iceland was built at Stóri-Núpur, Gnúpverjahreppur, by Ámundi Jónsson, a weaver and carpenter, who embellished the church with wood-carving and painting.   This church was demolished in 1876, and replaced by a new one.   Various items from the church, and carved fragments of the building, are preserved in the National Museum of Iceland.   The church of Stóri-Núpur is believed to have been the last built in the architectural tradition that lasted continuously from the adoption of christianity.  Basilica churches with turf roofs differed from wooden churches in that the same continuous roof stretched over the nave and aisles.  In timber churches, on the other hand, the nave was loftier than the aisles; the aisle had a ridged roof, the aisles a lean-to roof.  Brynjólfur Jónsson of Minni-Núpur, who worked for many years for the Fornleifafélag (Archaeology Society), was familiar with the church of Stóri-Núpur.   About two decades after it was demolished, he wrote an article about the church in the society´s yearbook, and had three models of the church made, indcluding the one her on display.
(sbl, 24.1.2011)


Heimildir

Hjörleifur Stefánsson.   Kirkja og kirkjuskrúð.   Ritstjórar Lilja Árnadóttir, Ketil Kiran.  Þjóðminjasafn Íslands, Reykjavík, 1997
    Hjörleifur Stefánsson.  Church and Art.  (Editors: Lilja Árnadóttir, Ketil Kiran).  Reykjavík, 1997.
    Kirkjur Íslands. 2. bindi. Ritstjórar:  Margrét Hallgrímsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Karl Sigurbjörnsson.   Reykjavík, 2002.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana