LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar

 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiNafndráttur

StaðurStóra-Núpskirkja
ByggðaheitiEystrihreppur
Sveitarfélag 1950Gnúpverjahreppur
Núv. sveitarfélagSkeiða- og Gnúpverjahreppur
SýslaÁrnessýsla
LandÍsland

GefandiÓþekktur

Nánari upplýsingar

Númer1219/1877-32
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð35,5 x 41 cm
EfniBirki
TækniÚtskurður

Lýsing

Úr aðfangabók:
Nafndráttur útskorinn og skrautlega málaður og gyltur, úr birki eða líkum við: og er umgjörð mikil utanum: er neðst engilsmynd með útbreiddum vængjum og ber engillinn lárviðarsveig, en innaní honum er nafndrátturinn, sem er nú mjög brotinn: virðast 2 stafir hafa verið skornir á ská rjett og öfugt, líklega „“, sem þá á víst að merkja „Christian Rex “ (sennilega „VII.“), því að uppi yfir stöfunum framan á kransinum er gullin kóróna Alt er þatta hvelft og gagnskorið og gert prýðisvel. Virðist gert erlendis (þ. e. í Kaupmannahöfn) 1) Hæð 35,5 cm., br. 41 cm., þ. mest neðst, um 15 cm. Kransinn stafirnir og engilshöfuðið virðist vera máluð yfir upprunalega gyllingu) með sömu litum og nr. 1216-17 (og 1220) og er þetta úr sömu kirkju Svonefnt Contrafei, sem fest var á bitann yfir kórdyrunum og niður á dyrabogann( sem að öðru leyti var ómerkilegur ) (Br. J. frá M. Núpi).    

1) Neðan á hlutnum sýnast vera einhverjir stafir slegnir í trjeð: sennilega nafn smiðsins eða verksmiðjunnar.

Kirkjur Íslands:
Auk gripa Ámunda [Jónssonar smiðs] er varðveittur nafndráttur, sennilega
Kristjáns 7. Danakonungs, sem hékk yfir kórdyrum [...].  Þetta er erlent verk,
líklega gert í Kaupmannahöfn.   Neðst er engilsmynd með útbreidda vængi og upp
frá þeim gengur lárviðarsveigur sem ber gyllta kórónu en á milli þeirra er
sjálfur nafndrátturinn, sem nú er mjög brotinn.  [...]   Allur útskurðurinn
virðist hafa verið gylltur upphaflega, en engilshöfuð, krans og nafndráttur
verið máluð í sömu litum og verk Ámunda.

Monogram, probably that of Christian VII of Denmark, which hung above the
doorway to the chancel of the basilica church, height 25.5 cm, with 41 cm, max.
thickness at bottom 15 cm.
(Sett inn af Sigrúnu Blöndal, 31.1.2011)


Heimildir

Kirkjur Íslands. 2. bindi. Ritstjórar:  Margrét Hallgrímsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Karl Sigurbjörnsson.   Reykjavík, 2002.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana