Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiMinningartafla, + tilefni, Minningartafla, í kirkju
Ártal1693

StaðurStórólfshvoll
ByggðaheitiRangárvellir
Sveitarfélag 1950Hvolhreppur, Rangárvallahreppur
Núv. sveitarfélagRangárþing eystra, Rangárþing ytra
SýslaRangárvallasýsla (8600) (Ísland)
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer5087/1904-8
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð162 x 125,5 cm
EfniViður
TækniTækni,Málun

Lýsing

Úr aðfangabók:
Tafla úr tré olíumáluð.  Frá Stórólfshvolskirkju.  Lengd 162, br. 125,5 sm. með inngerð.  Málverkið sjálft á l.81,5 á br. 61,5 sm., er það málað á tré: efst er Jesús Kristur hangandi á krossinum með þyrnikórónu á höfði og gloríu þar yfir: á þvertrénu er pegramentsrolla og á henni hinir vanalegu kross-stafir I.N.R.J.  Bakvið krossinn neðanverðan sér í húsaþyrpingu (borgin helga), og við hann krjúpir, mænandi augum til Jesú, í bæn tíguleg kona með beinan 17.aldar, fald á höfði í dökkri kvenkápu með kraga: undir kápunni virðist hún vera í bláum kirtli.  Fyrir neðan krosstréð liggur öðrum megin dánarkúpa, en hinum megin stundaglas, og er það sett í lægð milli tveggja vænga ( hin hraðfleygu æfiár).  Utan um sjálfa myndina eru gylltir trélistar, en svo tekur við umgerð úr tré, söguð út í kantana og eru á hana málaðar súlur ( báðum megin við myndina), englahöfuð og ofanverðu 2 englar blásandi í básúnur.  Upp af myðri myndinni er íumgerðinni sporöskjulagaður hringur og þar innan í letruð gullnu letri úr Davíðssálmum þessi orð:  Mínum sorgargrát hefur þú snúið í Dans, þú hefur minn Hrigðarseck í sundur slitnað og ummgirðt migmeð fagnade vo það mín Dyrð singe þier Lof, og þagne scki.  Drottinn Guð minn að Eylífu Vil ég þér þacker Giora.  PSALM: xxx.v.12.  Fyrir neðan myndina er annar hringur og þar í letruð með gullnum stöfum þessi orð:  Her hvílir líkamr göfigrar og digdum pryddrar höfdingskvinni Katrínar Erlendz dottur hver eptir XII æru christilegt hionaband með sinum hiartkiæra ektamanni Wigfusa gislasyni i guðrækilegu eckiustandi lifdi i Lar og sidan i drottni sætlega burtsofnaði a LXXXI ari sins aldurs anno christi mdcxe111. at eptirlatnri odavdlegri minningo sinnar gudhrædzlo oc aulmoso gior(da).  Þá kemur rós á spjaldirnar og þar fyrir neðan:  Eptir sina elskuliga föður oc fostrmadur let þetta epitap hinum reisa 1693 (?)  Þordr Jonsson.  ( Sbr skýrslu Prof. B.M.Olsens í Árbók Fornl.fél. 1897 bls 35-37) Með (?) ( ekki verður séð hvað hér hefur staðið, innsk skrásetj).  Tafla þessi var nærri komin út, keypt af útlendingi ( mr. Ward?), en safnið náði í hana og galt 70 kr. fyrir: vitanlega. átti ekkert að borga.   Endurbætt 1922, jeg hreinsaði, Jón Ólafsson endurbætti trjeverk og Eyj. Jónsson málverk.  MS.


Heimildir

Björn M. Ólsen. „Legsteinar og grafskriftir með latínuletri.“ Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1897.
    Kristján Eldjárn. „Göfug og dygðumprýdd höfðingskvinna.“  Hundrað ár í Þjóðminjasafni. Reykjavík 1962, 41. þáttur.
     Þjóðminjasafnið - Svona var það.  Byggt á Leiðarvísi fyrir Forngripasafnið frá 1914 eftir Matthías Þórðarson.  Reykjavík, 2003.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana