Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiKompásumgjörð, óþ. hlutv.
Ártal1400-1600

StaðurHallsstaðir
ByggðaheitiLangadalsströnd
Sveitarfélag 1950Nauteyrarhreppur
Núv. sveitarfélagStrandabyggð
SýslaN-Ísafjarðarsýsla (4800) (Ísland)
LandÍsland

GefandiMagnús Bjarnason

Nánari upplýsingar

Númer307/1866-4
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð130 x 89 x 65 cm
EfniFílabein, Kopar
TækniTækni,Útskurður
FinnandiGuðmundur Magnússon

Lýsing

Kompásumgjörð af fílabeini(?), mjög haglega gjör. Hún er gjör í bókarlíking, með koparspennum, koparrósum á hornum og köppum á kjöl. Á spjaldinu annarsvegar eru rósir, en hinsvegar er grafin einhver dýrlíngsmynd með hríng (gloriu), kringum höfuð, hann hefir lángan staf í hendi og barðahatt hánganda á baki. Mynd þessi mun eiga að merkja Andreas postula. Þegar upp er lokið, er annarsvegar innan í sólskífa eða sólúr, en hinunegin kompás, er að eins vantar glerið og nálina á. Þar á eru áttanöfnin á latínu:                                                            SEPT(entro). MERI(dies). OCC(idens). ORIE(ns).                        Grip þenna fann Guðmundur sonur Magnúsar bónda í gömlum smiðjuhaug. Líklegast þykir mér, að hann sé eptir Spánverja á fimtándu eða sextándu öld.


Sýningartexti

Umgerð úr filabeini um áttavita með áttanöfnum á latínu, glerið og nálina vantar. Í lokið er grafið sólúr og á ytra borð skrautrósir og dýrlingsmynd, líklegast Andrés postuli. Mun þýsk eða spönsk frá 16. öld. Fundin á Hallsstöðum á Langadalsströnd við Ísafjarðardjúp.
307


Umgerð um áttavita og grafið á sólúr, einnig mannsmynd, líklegast Andrés postuli. Sennilegast frá 16. öld.

Spjaldtexti:
Áttaviti og sólúr í umgerð úr fílabeini með nöfnum áttanna á latínu gröfnum í lokið. Þýsk eða spönsk frá 16. öld. Fundin á Langadalsströnd við Ísafjarðardjúp og gætu verið komin frá erlendum sjómönnum.

Compass and sundial in ivory frame, with the names of the points of the compass engraved on the lid. German or Spanish, 16th century. Found at Langadalsströnd in Ísafjarðardjúp, possibly brought there by foreign sailors.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana