LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiMjólkurflaska
Ártal1955-1965

StaðurEskihlíð 13
ByggðaheitiHlíðar
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

GefandiGrímheiður Freyja Jóhannsdóttir 1957-
NotandiJóhann Hákonarson 1919-1980, Ragnhildur Sigurðardóttir 1921-2008

Nánari upplýsingar

Númer2010-32-17
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð28,5 cm
EfniGler, Segldúkur

Lýsing

Tvær mjólkurflöskur (rjómaflöskur), úr glæru gleri, í heimasaumuðum poka eða skjóðu úr appelsínugulum segldúk. Flöskurnar tvær eru alveg eins og á þeim eru upphleyptir stafir: MÆLK - FLØDE. Það var móðir gefanda sem saumaði skjóðuna um flöskurnar og er hún einmitt hæfilega stór til að rúma tvær flöskur þessarar gerðar. Gefandi segir að mjólkin hafi um árabil alltaf verið sótt í mjólkurbúðina í þessar flöskur, og voru það gjarnan þau systkin sem sóttu mjólkina, þá með þær í skjóðunni. Skjóðan er nú orðin nokkuð upplituð og blettótt og höldurnar á henni svolítið slitnar af mikill notkun. Lítið eitt hefur kvarnast úr stút annarrar flöskunnar. Annars er þetta skemmtilegur gripur í góðu ástandi.
Gripirnir nr. Þjms. 2010-32 eru allir úr búi Jóhanns Hákonarsonar bifreiðastjóra (f. 1919, d. 1980) og Ragnhildar Sigurðardóttur húsmóður (f. 1921, d. 2008) sem bjuggu í Eskihlíð 13 í Reykjavík. Það var dóttir þeirra, Grímheiður Freyja Jóhannsdóttir, og bræður hennar sem afhentu gripina til safnsins, úr dánarbúi foreldra sinna. Freyja Hlíðkvist Ómarsdóttir og Lilja Árnadóttir, starfsmenn í munasafni Þjóðminjasafnsins, sóttu gripina á heimili þeirra Jóhanns og Ragnhildar í Eskihlíð 13. Einnig voru nokkrar ljósmyndir úr dánarbúi þeirra sem skráðar voru í Ljósmyndasafn Íslands.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana