Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiLegsteinn

StaðurSkarð 1
ByggðaheitiSkarðsströnd
Sveitarfélag 1950Skarðshreppur Dal.
Núv. sveitarfélagDalabyggð
SýslaDalasýsla (3800) (Ísland)
LandÍsland

GefandiIngibjörg Ebenezersdóttir 1812-1899

Nánari upplýsingar

Númer4818/1901-38
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð60 x 8 cm
EfniSteinn
TækniTækni,Steinsmíði

Lýsing

Dánarbú frú Ingibjargar Magnússen á Skarði á Skarðsströnd:     Legsteinn frá Skarði úr íslenzku grjóti.  Hann er þrístrendur, íboginn, hvass í annan endann en brotið af hinum, 60 sm. á lengd og 8 sm. á breidd á breiðasta flötinn ( bunguflötinn) um miðjuna, hann er brotinn sundur í 2, því nær jafna, hluti.  Á bunguflötinn eru höggvin þessi orð: hieR hvíliR ÞoRleifuR Pe og hinu megin: Pet(Þ?) (síðasta stafinn get ég eigi lesið en mun eiga að vera: Pétursson) FRom mAn.  Mér er ókunnugt um hver þessi Þorleifur Pétursson er, en letrið á steininum ber með sér, að hann er ekki gamall.  Sbr. nr. 2024 sem er frá 16. öld og með samskonar letri MÞ.        1) Á lofti.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana