LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiVettlingur
Ártal1985-1987

LandÍsland

GefandiÚr fórum safnsins

Nánari upplýsingar

NúmerSns-15
AðalskráMunur
UndirskráSnertisafn
Stærð27 x 11,5 cm
EfniUll
TækniPrjón

Lýsing

Prjónaðir, tvíþumla vettlingar, belgvettlingar, eitt par. Þeir eru úr mórauðri ull. Vettlingarnir eru í mjög góðu ástandi. Þeir voru prjónaðir fyrir Þjóðminjasafnið á 9. áratug 20. aldar. Þá hófust heimsóknir íslensku jólasveinanna í safnið sem síðan hafa verið í desember ár hvert. Vettlingarnir voru hluti af búningi jólasveinanna. Síðar voru teknir upp nýir búningar fyrir sveinana og eldri búningarnir hafa legið ónotaðir síðan. Nú var ákveðið að skrá eitt par vettlinganna í hina nýstofnuðu safneiningu, snertisafn.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana