LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiMynt

StaðurGaulverjabær
ByggðaheitiFlói
Sveitarfélag 1950Gaulverjabæjarhreppur
Núv. sveitarfélagFlóahreppur
SýslaÁrnessýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerGaulvb
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
EfniSilfur
TækniMyntslátta

Sýningartexti

Safn af silfurmynt fundin í Gaulverjabæ í Flóa árið 1930. Peningarnir eru af arabískum, þýskum, enskum, írskum, sænskum og dönskum toga.

Spjaldtexti:
Silfursjóður með rúmlega 300 slegnum peningum, mest enskum. Ensku peningarnir eru vafalítið svokölluð Danagjöld sem Englendingar greiddu til að kaupa danska víkinga af höndum sér. Sjóðurinn vegur 495 grömm og hefur verið lagður í jörð skömmu eftir 1000. Hann fannst árið 1930 í Gaulverjabæ í Árnessýslu.

Silver hoard comprising over 300 coins, most of them English. The English coins no doubt derive from the Danegeld, “protection money” extorted from the English by Vikings in return for leaving them in peace. The hoard, which weighs 495 g, was buried shortly after 1000 AD.

Heimildir

Kristján Eldjárn: Hundrað ár í Þjóðminjasafni. Reykjavík 1994.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana