LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiKistill

LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerNMs-64967/2008-5-435
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Nordiska Museet, Nordiska Reykjavík, Munasafn
Stærð36 x 18,5 x 16,7 cm
EfniFura
TækniTrésmíði

Lýsing

Ellen Marie Magerøy 1956:
1. 64.967. Kistill úr furu, festur saman með trétöppum, hefur haft látúnshjörur. Okar eru festir undir enda loksins við gaflana. Hefur haft skrá, merki sjást eftir handraða. L. (loksins) 36, br. 18.5, h. 16.7.
2. Hjörurnar ónýtar, aðra vantar alveg. Ljót göt eru eftir læsinguna. Annan okann vantar undir lokið, og listi, sem festur hefur verið á fremri kantinn, er laus. Stykki er brotið úr einu horni. Ómálaður. 5.Å.v.
3. Bandbrugðningur („tiglaflétta“), mjög lágt upphleyptur, á báðum göflunum. Böndin eru rúmlega 1.5sm breið, með innri útlínum. Á framhliðinni eru þrjár höfðaleturslínur, tvær á bakhliðinni og tvær á lokinu. - Laglegt verk.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun: Höfðaleturslínurnar viðráðninguna er stuðzt við HS stærsta hf.,  en þar er kistillinn nr. 4):
siedhefeg   adsiaugur       soendar
einatogu     suannesoia    smidueiars
                     t(l?) aanadeen
les þetta hér um bil á sama hátt, en bætir við: er ekki fullskýrt, hversu það skal lesa.
6. L: Frá Helga presti Sigurðssyni, Akranesi, Ísland, 27.11.1888. HS stærsta hf. (nr. 4): - - - Kistill þessi hefur annaðhvert verið stór trafakistill eða lítill pallkistill. Því trafakistlarnir, sem optast voru hafðir niðrí kistum, ýmist læstir eða ólæstir, voru venjulega minni en pallkistlarnir. - - - hann veri það með sér (í einkennum skurðarins) að hann sé yfir 100 ára. Eg hef fengið hann frá Munaðarnesi í Borgarfirði, en mig vantar alla sögu um hann.
8. Peasant Art, fig. 9.

Matthías Þórðarson 1918:
Kistill.  Efni fura.  L. 33,8, br. 18,5, h. u. l. 15,6 cm.  Negldur saman með trjenöglum.  Leifar af látúnslömum á, en skráin frá.  Handraði hefur verið við vinstri enda.  Lágt skornir brugðningar á göflum, 3 höfðaleturslínur á fram, 2 á bakhlið, en 2 á lokinu:  ...................................; er ekki fullskýrt hversu það skal lesa.  Frá sjera H. S. 27.XI.1888.

Úr safnskýrslu séra Helga Sigurðssonar frá Melum (nr. Þjms. 2008-5-718):
4. Kistill, stærri en hinn [nr. Þjms. 2008-5-419], með loki. Og er það, og hliðfjalirnar, útskorið með allstóru hörðaletri. Eru þar af 2. línur á loki og 2. á aptur-hliðfjöl, en 3. á framfjölinni, og þannig alls 7. línur. Hver gafl fyrir sig er, innan umgjarðar eða sljettra bekkja, útgylltur af stórum, nærfellt jafnhliða kistla-hnútum, er teljast mega velgerðir og fallegir.
Kistillinn er á lend við 13. þuml., á breidd 7. þ., utanmáls, en að dýpt 5 2/3 þuml.
A lokinu stendur, í fyrri línunni:
sjedr er eg        og í seinni línunni:
einat og v.        Þetta á líklega að vera:
Sjeður er eg einatt, og var
Framhaldið á framhjölinni er þannig,
í 1stu línu:         ad sja ungur
í 2ari línu:         svanni so ia
í 3ðju línu:        taa nade en
Þetta á líklega svo að lesast:
að sjá; úngur svanni svo játa náði. En, væri þá ugur = úngur, þareð n vantaði þarí sem vel getur verið; og iataa væri = áta, þótt seinasta áinu sé ofaukið, sem einig getur átt sér stað, samkvæmt athugasemdum vorum um letrið á lárnum, hér að framan.
Þá kemur á bakfjölinni,
fyrri línan: so endar
seinni línan: smið veinars.
Þetta á líklega að vera:
Svo endar smíð, V. Einars(son)
Allt letrið, í eitt tekið, væri þá:
Sjeður (= skoðaður) er eg einatt, og var að sjá (= var á að líta, eða fallegur); úngur svanni svo játa (= viðurkenna eða staðfesta) náði. En svo endar smíð (= smíðar, eða smíðisgripinn), V. Einarsson.
Vel getur verið, að úr einhverju af þessu mætti lesa nokkuð öðruvísi, sökum stafavöntunar eða ofaukningar, eins og títt skeður. Enda getur hver einn lesið hér úr, eins og hann vildi.
Sljettir bekkir eru utan um skurðinn á öölum kistilfjölunum, (.íkt og optast er utan um allann gamlann skurð,) en á lokinu eru bekkirnir tver, hinn ytri sléttur, en hinn innri búnguvaxinn – hálf-sívalur. Annars finnast þessir bekkir, einkum hinir innri, með ymsu móti, svo sem; snúnir, laufmyndaðir, eygðir, tíglabekkir, o. s. frv.
Samtengingin á kistlinum er hin algenga trénegling (gatanegling). Og vott sér til á einni löm, sem eptir er heil, að á honum hafa verið látúnslamir, hver negld á með 2. bólum, annari að utan (með bóluhöfði hringbúnguðu, eða kúptu og sléttu  convex-). Eru þar bólufæturnir hnikktir, en ekki hnoðaðir, eins og að innan, á lömunum, sem að utan á fjölunum. Neðri lamirnar (blauðu lamirnar) hafa verið beygðar, og nelgldar innaná, með öðrum naglanum ofaní bakfjölina, en hinum (líklega bólu) í gegnum hana.
Kistlill þessi hefur annaðhvert verið stór trafa kistill, eða lítill pallkistill. Því trafakistlarnir, sem optast voru hafðir niðrí kistum, ýmist læstir eða ólæstir, voru venjulega minni en pallistlarnir, og ætíð minni en hinir stærri pallkistlarnir. Skírari aðgreining á þessum kistlum, er ekki hægt að gera.
Kistilinn vantar ártal, og því veit maður ekkert, með vissu, um aldur hans, þó hann beri það með sér (í einkennum skurðarins) að hann sé yfir 100 ára. Eg hef fengið hann frá Munaðarnesi í Borgarfirði, en mig vantar alla sögu um hann.
Áður en vé skoðum fleiri forna hluti, skulum vér lítið eitt minnast á fornar skurð- og graftar-leturstegundir. Af leturtegundum þessum, er höfðaletrið hið algengasta. (Vér tölum hér ekki um rúnirnar, sem eru langt um eldri og heyra til elstu leturtegunda, eða stafrófa). Á þeim 4. forngripum, sem vér höfum, hér að framan skoðað, er aðalletrið á þeim venjulega nefnt höfðaletur. En þó eru margir sömu stafirnir þar í talsvert mismunandi, og þetta bendir á, að þar finnist mismunandi höfðaleturs stafróf, einsog  líka er; sem og að stafrófunum sé hér, sem optar, ruglað talsvert saman. Á öskjunum og seinni kistlinum er höfðaletrið líkast, og bezt gert; þó mismuna þar sumir stafir nokkuð, t. d. a. d. e. g. f. l. r. o. fl., auk þess sem meira smáskurðar útflúr er á öskjuletrinu. Af þessum tvennskyns rökum, getur verið gild ástæða að álíta að annað höfðaletur sé á öskjunum, heldur en á kistlinum. Á fyrri kistlinum er f. h. s, og margir fleiri, svo ólíkir þessum núnefndu höfðaletrum, eða stafrofi þeirra, að það getur álitist hið þriðja stafrofið. En mest ber á þessum leturmun á lárnum, sem álíta má, að sé, í rauninni, breytt latínu upphafsstafa letur, en ekki höfðaletur, þótt það hafi svo verið kallað, í víðustu merkingu höfðaletursins. Hið eiginlega höfðaletur er auðsjáanlega myndað af múkaletrinu. En nafnið höfðaletur, mun vera dregið af því, að sléttu stykkin, ofan og neðantil á leggjum stafanna, hafi verið kölluð höfuð; nema ef orðið: höfða, væri afbakað úr hafða, = hið hafða, eða upphafða; og væri svo, þá ætti, ístaðinn fyrir höfðaletur, að segja: hafðaletur, - hið upphafða eða upp-hleypta letur, er það og vel gæti heitið; þareð það, með niðurskurðimillum stafa, er hafið upp frá letur grrundinni. Hvert sem þetta, eða hitt, alit mitt um nafnið, er hið réttasta, kalla eg en, og fyrst um sinn, nefnt letur; höfðaletur, af því það nafn er svo gamalt og alkunnugt.
Auk hinna fyrrnefndu, þriggja stafrofa h-rðaletur, skal hér geta hins 4da, sem og er en merkilegra, og er það bandhöfðaletrið, sem svo er nefnt, sökum þess, að yfir og undir alla stafina í línunni ganga bönd, optast 2 (sjaldan 3. eða 1.) frá byrjun til enda, jafnfara (paralelle) efri og neðri línum stafanna. Slík bönd má sjá á einni af frumgjöfum mínum til forngripasafnsins, þ.e. á spónastokknum, í kvennmannsnafninu: Steinvör Sveinsdóttir. En fleiri höfðaletra tegundir finnast, hedlur en nú er greindar; þó má ekki blanda saman leturtegund við mismunandi skurðhandir, heldur aðgreina hverja tegund, með sínum vissu einkennum. Og því má ekki segja, að eins séu margar leturtegundir, sem til eru skurðhandir. Það væri jafn skakkt, eins og ef einhver segði, að eins margar væru snarhandartegundir, sem skrifarnir eru, sem stæla þó eftir einni og sömu snarhönd.
En hér er ekki tími, né tæki á, að minnast á fleiri höfðaleturs tegundir. Því nánari útskýring á því efni, út af fyrir sig, gæti orðið all-laung ritgjörð er eg helst vildi mega ætla öðrum en mér, méð því líka að hún færi oflangt útfyrir hina ákveðnu, stuttu, lýsingu á forngripum mínum.


Heimildir

Ellen Marie Magerøy. Íslenskur tréskurður í söfnum á Norðurlöndum. Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1957-1958. Reykjavík 1958. Bls. 32.
Matthías Þórðarson. Handskrifuð skrá, óútgefin.
Safnskýrsla séra Helga Sigurðssonar á Melum, Þjms. 2008-5-718.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana