LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiStúdentagarður
Ártal2009-2012
Spurningaskrá116 Hvernig er að búa á Stúdentagörðum?

Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 0

Nánari upplýsingar

Númer2012-1-106
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið13.4.2012/26.4.2012
TækniTölvuskrift

Svörin eru aðeins aðgengileg á innri vef Sarps vegna tæknilegs umbúnaðar. Hafið samband við Þjóðháttadeild Þjms. eða bókasafn.


Kafli 1 af 6 - Íbúðin

Hversu lengi hefur þú búið á Stúdentagörðum?

Frá árinu 2009, eða í 3 ár.


Hvar bjóst þú áður?

Á Hellu í foreldrahúsum


Hvernig er að búa í stúdentaíbúð?

Það er mjög gott að búa hér, það eina sem ég væri til í að breyta væri að fá að neglaí vegina og setja upp hillur og myndir.


Hve miklum tíma eyðir þú/þið í íbúðinni?

Ég myndi segja að ég eyði miklum tíma í íbúðinni eða um 17 klst. Á dag.


Hvenær er gott að vera þar og hvenær ekki?

Það getur verið þreytandi að vera hér um helgar þegar það er partý í annarrihvorriíbúð þegar þig langar til að slaka á og fara snemma að sofa. En annars finnst méralltaf gott að vera hér.


Hverjir eru helstu kostir íbúðarinnar? En gallar?

Helstu kostir minnar íbúar eru þeir að hún er á jarðhæð, og enginn sem býr fyrirneðan mig og hún er vel sipulögð. Gallarnir eru þeir að ég hef engar svalir, ég bý ájarðhæð og mín svalarhurð er út á gangstétt, sem er mjög leiðinlegt þegar við erumað grilla eða eitthvað slíkt, getum ekki nýtt svalarhurðina til neins, eki hægt að estjaþvott út á svalir eða neitt. Sem er mjög leiðinlegt.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 2 af 6 - Heimilið

Hvað var það fyrsta sem var gert þegar flutt var inn í íbúðina (t.d. þrifið, kveikt á kertum, loftað út, settar upp gardínur)?

Það fyrsta sem gert var var að lofta út og þrífa, strjúka af öllu. Það voru gardínur í gluggunum svo það lág svosem ekkert mikið á því, en þær voru æfagamlar og forljótar, svo að þegar leið á voru settar upp nýjar gardínur.


Hvenær varð íbúðin að „heimili“ og hvað var það einkum sem gerði hana að því?

Íbúðin var orðin að heimili þegar dótið okkar var komið inn í hana, ekki þó alveg strax, en mér finnst þetta vera orðið heimili þegar það er komið eldhúsborð, sjónvarp, sófi og rúm.


Finnst þér að heimilið segi eitthvað um þig/ykkur eða vera einkennandi fyrir þig/ykkur? Að hvaða leyti?

Já mér finnst það, að hafa snyrtilegt í kringum sig segir mikið um manneskjuna. Við erum bæði snyrtimenni og reynum við eftir bestu getu að hafa snyrtilegt heimilið okkar. Vaska upp eftir matinn og ganga frá í stofunni þegar þess þarf.


Hvað finnst þér vera heimilislegt (t.d. lykt, hljóð, birta/lýsing, tónlist)?

Mér finnst lykt skipta miklu máli, ef það er ekki „mín“ lykt finnst mér þetta ekki vera orðið heimilið mitt. Ég er mikið fyrir ilmkerti og allskona dót sem gefur frá sér góða lykt. einnig finnst mér mjög notalegt að hafa dempaða stemningu hvað ljósin varðar, þá líður mér vel. Gerir þú eitthvað til að


Gerir þú eitthvað til að skapa heimilislega stemmningu? Hvað, ef svo er?

Já ég kveiki á kertum, dempa ljósin, kveiki jafnvel á tónlist eða set góða mynd í tækið. Ef ég er ekki niðuðrsokin í lærdómi. Einnig finnst mér æðislegt að fá kökuilm í húsið svo að það kemur fyrir að ég baki.


Hvernig er draumaheimilið? Lýstu því hvernig þér finnst að hið fullkomna heimili eigi vera.

Hið fullkomna heimili á að vera bjart, ekki þó með of mikð af gluggum, ég vil geta breytt í stofunni eins og ég vil, ekki vera bundin vegna stórra glugga. Ég vil hafa stórt og rúmgott eldhús sem og baðherbergi. Helst vildi ég hafa það á einni hæð, en gæti alveg sætt mig við tveggja hæða. Ég vil hafa stórt borðstofuborð til að geta tekið á móti fullt af fólki. Helst myndi ég vilja hafa sér sjónvarpsherbergi og svo aðra setustofu án sjónvarps.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 3 af 6 - Nágrannarnir

Hvernig eru samskipti við nágranna? Á fólk mikið/lítið sameiginlegt (t.d. partý, barnapössun, heimsóknir)?

Samskiptin við nágrannana eru afar lítil, enda mikil og hröð breyting á fólki í húsinu. Ég þekki fólkið sem býr í kringum mik ekki neitt.


Hvernig er sameignin notuð?

Ég nota þvotta aðstöðuna mikið, enda er ekki boðið upp á að vera með þvotta vél í íbúðinni. Einnig nota ég hjólageymsluna, ekki eru fleiri staðir sem flokka má sem sameign nema gangurinn, en þrif á honum eru skipt niður á milli íbúa hússins.


Leika börnin (ef einhver) sér saman?

Hér eru engin börn, en ég heyri oft í börnum að leika fyrir utan gluggann.


Um hvað snúast helstu ágreiningsmálin (t.d. hávaða, umgengni, vonda lykt)?

Ég hef ekki orðið vör við nein ágreiningsmál nema að kvartað hafi verið undan hávaða hjá fólki sem býr við hliðina á okkur vegna partýs sem haldið var, ég var ekki heima þetta umrædda kvöld svo ég veit ekki hversu mikill hávaðinn var. Þetta fólk sendi bréf inn um bréfalúguna næst þegar þau héldu partý til að láta vita, og fannst mér það fullorðinslega tekið á hlutunum.


Reynir þú að kynnast nágrönnum þínum eða heldur þú ákveðinni fjarlægð frá þeim?

Ég held að það megi alveg segjast að ég haldi ákveðinni fjarlægð frá nágrönnunum, en ég býð góðan daginn ef ég sé þau, annars verð ég lítið var við þau.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 4 af 6 - Ljósmyndun, útlit heimilisins

Í þessum hluta ert þú beðin(n) um að taka ljósmyndir af íbúðinni. Í fyrsta lagi er um að ræða yfirlitsmyndir af hverju rými fyrir sig (eldhús, stofa, herbergi/alrými, bað) þar sem greina má glugga, hurðir, húsgögn og innréttingar (5-10 myndir). Í öðru lagi er um að ræða persónulegri nálgun þar sem þú ert beðin(n) um að taka myndir af hlutum, veggskrauti og húsgögnum sem þér eru mikilvæg og af uppáhaldsstaðnum þínum í íbúðinni (5-10 myndir). Þú ert beðin(n) um að merkja myndirnar með tölustöfum og segja frá vali á myndefni og því sem fyrir augu ber á hverri mynd fyrir sig. Mynd 1: Þetta er eldhúsið eins og það leggur sig. Mynd 2: Ónýtanlegt horn, skrifborð og sjónvarp. Mynd 3: Hinn helmingurinn af stofunni, sófi, og barnahorn. Mynd 4: Gangur, mynd af París frá ikea. Mynd 5: Klósettið, ekki mikið sem hægt er að segja. Mynd 6: Skiptidýna, það var allavega hugsað fyrir plássi fyrir henni. Mynd 7: Fjólublá útihurð í stíl við gólfið. Mynd 8: Svefnherbergið, tveir krummar sem hanga á veggnum. Mynd 9: Mynd 10: Mynd 11: Mynd 12: Mynd 13: Mynd 14: Mynd 15: Mynd 16: Mynd 17: Mynd 18: Mynd 19: Mynd 20:

Mynd 1:Þetta er hluti af stofunni og eldhúsinuMynd 2:Hér sést hinn helmingurinn af stofunni, og góði sófinn sem ég fékk frá ömmu.Mynd 3:Hér sést hinn helmingurinn af eldhúsinu.Mynd 4:Hér sést inn á klósettiðMynd 5:Hér sést inn í sturtuna.Mynd 6:Hér sést gangurinn (holið) og útidyrahurðinMynd 7:Hér sést inn í Svefnherbergið, sem er minn uppáhads staður í íbúðinni, finneinhvernvegin svo mikinn frið þarna inni.Mynd 8:Þessar gardínur eru inn í svefnherberginu, og þær eru í miklu uppáhaldi hjá mér, mérfinnst þær svo fallegar.Mynd 9:Þetta er borð sem bróðir hennar ömmu átti, ég pússaði það og málaði, og þikir afarvænt um það. Svo krúttlegt.Mynd 10:Þetta er gömul kommóða frá mömmu og pabba, sem ég pússaði upp og hvítlakkaði.Fynnst hún mjög falleg svona og afar góð hyrsla.Mynd 11:Þessar græur eru líka í miklu uppáhaldi, æðslegt að setjast niður og horfa á góðamynd í þessu sjónvarpi og með góðu hljóði úr heimabíóinu.Mynd 12:Þessir krummar finnst mér æði, þetta er íslensk hönnun, svo einfalt og flott.Mynd 13:Þetta er inn í horni í svefnherbergi, þar útbjuggum við okkur smá lærdómshorn þarsem við getum sest niður í friði og lokað okkur af til að læra. Pabbi smíðaði þessahillu sem stendur laus ofan á borðinu.Mynd 14:Þetta útbjó ég til að hengja hálsmenin mín í, ég var í stökustu vandræðum meðhvernig ég ætti að geyma þau svo að þetta varð útkoman, mér finnst þetta alvegbrilljant, þvílíkur munur.Mynd 15:Þennan stól keypti ég í góða hirðinum, pússaði upp og málaði hann og er rosaánægð með útkomuna, ódýr en flottur.Mynd 16:Þessi klukka er keypt í rúmfatalegernum og er límd upp á vegginn, mjög einföld enalveg æðislega flott finnst mér.Mynd 17:Þessi vasi og þessar greinar finnast mér líka svaka flottar.


Hvað hangir á veggjunum?

Myndir, spegill, krumma-skraut.


Hver saumaði gardínurnar?

Gardýnurnar í stofunni eru keyptar í R‘umfatalagernum, en þær sem eru í svefnherberginu eru saumaðar af móður minni og mér.


Hvaðan koma húsgögnin? Eru þau ný eða notuð (t.d. frá nytjamörkuðum, skyldfólki, keypt sérstaklega fyrir þessa íbúð, voru í fórum þínum áður)?

Húsgögnin koma úr ýmsum áttum. Eldhúsborðið er nýtt (keypt í IKEA), eldhússtólarnir eru úr góða hirðinum sem ég málaði svarta, Hillurnar eru nýjar,keyptar í IKEA, Sófinn er frá ömmu minni, stofuborð keypt nýtt í IKEA, Sjónvarpsborð keypt í Rúmfatalagernum. Rúm var í minni eign áður en ég flutti hingað, komóða sem er inn í svefnherberginu var gömul frá mömmu og pabba sem ég pússaði upp og málaði. Náttborðið er gamalt frá bróður ömmu minnar sem ég pússaði og málaði.


Eru einhver húsgögn þér kærari eða mikilvægari en önnur? Hvers vegna?

Mér þikir afar vænt um náttborðið sem ég pússaði upp og málaði, þetta er svo gamalt og á sögu, einnig finnst mér það bara svo fallegt.


Hvað með skraut og smámuni? Vekja þeir upp einhverjar minningar/sögur? Segðu frá þeim.

Ég man svosem ekki neitt núna, margt af smámununum sem ég á hef ég verið að sanka að mér eftir að ég flutti í bæinn, en þó á ég mjög fallega kertastjaka sem búnir eru til úr hraunu úr eyjafjallagosinu sem pabbi bjó til, ætli þeir minni mig bara ekki á pabba.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla, nema þeirri fyrstu, í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 5 af 6 - Uppvaxtarheimilið

Segðu frá æsku- og uppvaxtarheimili þínu í grófum dráttum. Hversu margir voru í heimili? Hve stór var íbúðin eða húsið? Var oft flutt á milli staða? Ef svo er, voru sérstakar ástæður fyrir því?

Við vorum 6 í heimili til að byrja með, en svo fluti elsti bróðir minn að heiman svo að við vorum 5 eftir, og bjuggum þannig í mörg ár, mestan hluta ævi minnar. Húsið var ca. 120 fermetrar, það var á tveimur hæðum. Við bjuggum á sama stað þar til við systkinin vorum komin á unglingsárin, en þá fluttum við tvisvar með stuttu millibili. Foreldrar mínir voru með búskap (beljur og kartöflur), en þegar þau lögðu nður beljubúskapinn var keyrslan í allskona íþróttir og tómstundir hjá okkur krökkunum orðin það mikil að þau ákváðu að flytja í næsta bæarfélag þar sem við sóttum okkar tómstundir. Seinni fælutningurinn var einungis vegna þess að pabbi hafði verið að byggja hús sem hann náði ekki að selja svo að hann kláraði það og við fluttum í það.


Að hvaða leyti sækir þú fyrirmyndir til æskuheimilisins í sköpun eigin heimilis? Hvað reynir þú að forðast að taka til fyrirmyndar? Hvernig aðgreinir þú þitt heimili frá æskuheimilinu?

Að hvaða leyti sækir þú fyrirmyndir til æskuheimilisins í sköpun eigin heimilis? Hvað reynir þú að forðast að taka til fyrirmyndar? Hvernig aðgreinir þú þitt heimili frá æskuheimilinu? Mamma var mikið með kveikt á kertum þegar ég var ung, og finnst mér það mjög notalegt, og kveiki mjög oft á kertum. Það var oft mikið um að vera heima og ekki gafst alltaf tími til að taka til draslið eftir okkur krakkana, og að vaska upp leirtauið, ég reyni að ganga frá jafn óðum svo að ekki verði drasl á mínu hemili, sem kemur þó stöku sinnum fyrir. Annars er það ekki mikð sem ég forðast að taka til fyrirmndar, foreldrar mínir eru bæði mjög snyrtileg. Mitt heimili er með mínu dóti út um alla íbúð, á æskuheimili mínu er mitt einkadót bara inn í mínu herbergi. Ég geri öll herbergi íbúðarinnar minnar að mínu.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 6 af 6 - Persónulegar upplýsingar

Viltu að svör þín verði varðveitt ópersónugreinanleg? Ef ekki er tekin afstaða til þessa er litið svo á að ekki sé óskað nafnleyndar.
Mikilvægt er að fá lágmarks upplýsingar um þá heimildarmenn sem óska nafnleyndar. Þeir sem þess óska eru vinsamlegast beðnir um greina frá eftirtöldum atriðum: Kyn: Aldur: Starf: Menntun/í hvaða námi: Fjölskylduhagir: Þjóðerni: Tegund íbúðar:

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana